Úrræðalaus kreppustjórn athugið! Hér bjóðast lausnir

Ríkisstjórnin stendur ráðþrota. Samfylkingin bendir á aðild að ESB sem laust á öllum vandamálum, Sjálfstæðisflokkurinn bendir ekki á neitt. Frjálshyggjan og fyrirhyggjuleysið sem allt átti að leysa gerði Ísland gjaldþrota og nú er löng þögn.  Færeyingar voru í mikilli kreppu en þeir leituðu til Jóns Kristjánssonar sem ráðlagði þeim að henda kvótakerfinu og í dag eru þeir aflögufærir.

Með afnámi kvótakerfis losnum við við brottkast fyrir tugmilljarða á ári. Höfum við efni á slíkri sóun núna?

Aflaheimildum er úthlutað til eins árs í senn og getur hún aldrei myndað eignarétt" ( úr fiskveiðistj. lögum)

 Það á að byrja á að bora  gat á kerfið með að gefa allar handfæraveiðar frjálsar.  (myndi laga viðskiptajöfnuðinn, minnka skuldir og hækka gengi krónunnar) auka línuívilnun utan kvóta (hvoru tveggja vistvænar veiðar)

Síðan er hægt að fikra sig út úr kerfinu smátt og smátt með því að koma á sóknarstýringu fyrst á smærri skipum. Þetta er allt hægt að gera bótalaust  án þess að breyta veðsetningum til að auðvelda umskipti sem  þurfa að fara fram. 

Af hverju er ekki gefinn út hvalveiðikvóti strax? Hvalkjöt er nú byrjað að seljast á háu verði í Japan og hvalir éta amk 20 sinnum meira en við veiðum.


mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Það, að telja að frjálshyggjan sé dauð er eins og að halda því fram að frelsið sé dautt. Menn verða að hafa í huga að frelsi er ekki til án ábyrgðar, öðrum kosti heitir það eitthvað annað. Sama á við um frjálshyggjuna, hún lýsir m.a. viðleitni mannsins til þess að sinna hugðarefnum sínum, fá útrás fyrir athafnagleði (skara eld að sinni köku er þar á meðal) o.s.frv.

Að því sögðu þurfa menn að starf innan laga og réttar, sem m.a. er byggður á siðferði okkar. Vilja menn kasta þessu fyrir róða? Ég get ekki ímyndað mér að þú viljir afhenda stjórnmálamönnum og embættismönnum ráðin í sínar hendur, Siggi - þó ekki væri nema fyrir það hve þér þykir þeir hafa staðið sig illa. Málið er því m.a. að smíða skýrar og heilbrigðar reglur, sem gerir hlutverk embættismanna auðveldar og óþarfara.

Auk margs annars mun nú ríða á að smíða endurbætt regluverk utanum viðskiptasiðferði, sem mun ekki taka frá mönnum viljann til athafna, heldur hvetja til verka. Að hið opinbera leggi grunn að nýsköpun hjá einstaklingum og fyrirtækjum, með því að opna dyr, ekki festa menn á klafa opinberrar fyrirgreiðslu. Með því að smíða umhverfi þar sem athafnavilji manna þrífst. Í mínum huga eru þetta heilbrigð viðmið, sem allir frelsisunnandi menn ættu að keppa að - og þetta kalla ég frjálshyggju.

Án frjálshyggju af þessu tagi munu Íslendingar ekki komast upp úr kreppunni, heldur festast í efnahagsumhverfi sem tryggir meðalmennsku, fátækt og landflótta - og um síðar að kratar allra flokka selji okkur til Brussel.

Ólafur Als, 11.12.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Menn og konur í ríkisstjórn eru of upptekin af því að fela sukkið til þess að þeir geti beint athyglinni að eiginlegum lausnum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 18:44

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gaman að sjá þig Ólafur,

ég er hlynntur frelsi einstaklingsins og þá meina ég einstaklingsins en ekki endilega viðskiptablokka sem útrýma einkarekstri. 

Ég er viss um að þú ert betri í teoríunni en ég og þetta hljómar ekki illa en ég get samt ekki varist því að horfa til reynslunnar.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórn í 17 ár og helsta atvinnugrein þjóðarinnar er bundin í klafa hafta, óhagræðis og sóunar, skilar aðeins litlum hluta þess afraksturs sem  hún gerði auk þess sem hún skuldar 400% af ársveltu. Í nafni frjálsrar samkeppni var komið á lénaskipulagi í sjávarútvegi. Í nafni frjálsrar samkeppni var komið á einokun á lyfjamarkaði osf. 

Í nafni frjálsrar samkeppni deildu spilltir stjórnmálamenn út auðlindum þjóðarinnar til  vildarvina, flokksgæðinga og eigin fjölskyldu.   Niðurstaðan liggur fyrir Ísland er skuldugasta ríki á byggðu bóli. 

Varðandi ESB erum við 100% sammála vonandi tekst okkur að vinna okkur út úr vandanum, sem fyrst.  En þá verðum við að auka tekjurnar og það gerum við ekki ef við erum múruð inni í ESB frá öðrum áhugaverðum mörkuðum. 

Sigurður Þórðarson, 11.12.2008 kl. 22:22

4 Smámynd: Ólafur Als

Ekki get ég nú sagt að ég sé sammála samfélagslýsingu þinni, hún er ekki nema að hluta rétt, tel ég. Fyrirkomulagi í sjávarútvegi er ekki hægt að klína alfarið á Sjálfstæðisflokkinn - þar hafa nær öll stjórnmálaöfl á Íslandi komið við sögu (nema Kvennalistinn?) frá árinu 1983 - meira að segja sumir sem nú gagnrýna það sem mest.

Mér sýnist þú gelyma að frjáls samkeppni getur í einstaka tilfelli komið á fákeppni. Ef einhver stendur sig vel getur sá hinn sami vitanlega ýtt öðrum keppendum út af markaði - við því er fátt að segja ef það er neytendum í hag og farið er eftir heiðarlegum leikreglum. En þar situr stundum hnífurinn í kúnni - regluverkið getur verið gallað eða að einstaka aðili nýtur forréttinda.

Jæja, um þetta er hægt að deila fram í rauðan dauðann. Héðan er flest gott að frétta og vona ég að þér og þínum líði sem allra best, Siggi.

Kveðja,

Ólafur Als, 12.12.2008 kl. 05:56

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll aftur Ólafur, þakka þér fyrir ágætt innlegg, það er alltaf uppbyggilegt að þrasa smá við þig. Mér er ekkert í mun að klína öllu sem aflaga hefur farið á Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og hefur  setið lengst við stjórn og þar af leiðandi ber hann mesta ábyrgð. Hitt er annað að það er langur vegur frá því að hann komi mér fyrir sjónir sem versti kosturinn af núverandi flokkum. Vissulega er það þó afkáralegt að haf dubbað Hannes Hólmstein upp og sent hann um víða veröld til að kynna "Besta fiskveiðistjórnarkerfi í heimi", spjátrung sem tæplega þekkir mun á þorsk og ýsu. 

Mitt litla fyrirtæki gekk ágætlega en samkeppnisyfirvöld settu mig næstum á hausinn en umboðsmaður Alþingis og síðan Hæstiréttur réttu minn hlut mörgum árum seinna. 

Annars er það framtíðin sem skiptir máli. Vonandi gengur Íslandi vel að komast út úr þessu en við verðum öll að færa einhverjar fórnir  og bæta við einum snúning.   

Takk fyrir góðar  kveður og hafðu það sjálfur sem allra best.

Sjáumst vonandi fyrr enn síðar

Siggi 

Sigurður Þórðarson, 12.12.2008 kl. 09:14

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Að því gefnu að frjálst framsal aflaheimilda gefi rétta mynd af virði aflaheimilda- samkvæmt markaðslögmálinu algilda- þá hófst þetta kerfi með einni reginskekkju. Sú skekkja fólst í gjafakvótanum sem eigendur stóru útgerðanna fengu í forgjöf. Staðreyndin er nefnilega sú að kennisetningin um frelsi einstaklingsins er ekki framkvæmanleg við þessar aðstæður. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að markaðskerfið nái ekki tilgangi sínum í jafn litlu efnahgskerfi og Ísland er. Allmikill fjöldi þjóðarinnar býr ennþá í fámennum byggðarlögum. Ekki sé ég möguleika á samkeppni í verslun á Djúpavog, Þórshöfn og Hofsósi svo eitthvað sé nú nefnt. Handstýring á regluverki samfélagsins krefst þroska valdstjórnarinnar. Þann þroska eiga íslensk stjórnvöld ekki og kennisetningar frjálshyggjunnar leyfa hann reyndar ekki. Því er svo komið sem er. En því ætlum við að breyta enda er það okkar skylda sem veljum okkur framkvæmdastjórn í lýðræðislegum kosningum.

Árni Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 13:46

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Árni.

En þar fyrir utan voru aldrei líffræðilegar forsendur fyrir kerfinu, jafnvel þó það gengi uppá blað, með því að gefa sér rangar forsendur.

Sigurður Þórðarson, 12.12.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband