Hvernig foreldra vilja börnin eiga?

Af einhverjum ástæðum hefur náttúran komið því þannig fyrir að samkynhneigðir karlar geta ekki átt börn. Jafnréttissinnar hafa fundið það út að þetta sé óréttlátt. Jafnréttisstofa hefur komið auga á að það sé óréttlátt að þroskaheftir megi ekki eignast börn, enda voru framlög til hennar aukin um 35% á fjárlögum og eru þar nú starfandi sjö konur og einn karl.

Hvað þarf að auka framlög mikið til Jafnréttisstofu svo hún leiði hugann að óskum barna?

 


mbl.is Fátt í boði fyrir samkynhneigða karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sæll Sigurður.

Það er fullt af börnum í heiminum sem eiga samkynhneigða foreldra og allar rannsóknir sýna að þau börn eru alveg jafn sátt við foreldra sína og dafna vel og börn gagnkynhneigðra.  Það er líka réttur karlmanna að eignast börn ekki síður en kvenna.  Samkynhneigðir karlmenn eru þar ekki undanskyldir.  

Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.11.2010 kl. 12:14

2 identicon

Hvar hefur það komið fram að Jafnréttisstofa sé að velta fyrir sér möguleikum þroskaheftra að eignast börn? Ég veit ekki til þess að það sé í verkahring hennar eða að það sé eitthvað sem bannar það hér á landi að fólk með þroskaraskanir eignist börn.

 Börn vilja fyrst og fremst ástríka og umhyggjusama foreldra, hvort sem um er að ræða karl og konu, aðeins konu, aðeins karl, tvær konur eða tvo karla. Börn samkynhneigðra eru alveg jafn vel heppnuð og dafna jafn vel og önnur börn, ef ekki betur, skv. rannsóknum.

Ef aðeins þeir sem "náttúran" ætlaðist til að eignuðust börn, mættu eiga börn, verðum við að leggja af allar glasafrjóvganir og tæknifrjóvganir, líka hjá hjónum. Er það það sem þú vilt? Eða leynast hjá þér fordómar í garð samkynhneigðra?

Anna (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 12:18

3 identicon

Þetta skýrir sérstöðu okkar hér á Íslandi 

Foreldrar út um allan heim vilja ekki að samkynhneigðir karlmenn ættleiði og ali upp börn þeirra með þann lífstíl sem þeir hafa.

Myndi ég vilja að barn mitt alist upp hjá tveimur samkynhneigðum karlmönnum? Nei, það myndi ég alls ekki vilja.

Ég hef skoðanafrelsi - þetta er mín skoðun og hún er sú sama og meirihluta foreldra um allan heim.

Makaríos (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 13:00

4 Smámynd: Egill Óskarsson

Af fyrstu setningunni leiðir það að blogghöfundi hljóti að finnast gerfifrjóvganir, staðgöngumæðrun og ættleiðingar almennt rangar þar sem þær þjóni fyrst og fremst fólki sem náttúran hefur af einhverjum ástæðum komið því þannig fyrir að geti ekki eignast börn.

Því varla er um að ræða fordóma og vanþekkingu höfundar, því trúi ég ekki. 

Egill Óskarsson, 10.11.2010 kl. 14:40

5 identicon

Náttúran er líka síflellt að reyna að drepa fólk með hjartasjúkdómum, krabbameini og fleiru. Eigum við að hætta að lækna fólk?

Linda (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 15:18

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Á heimsmælikvarða  er mannfjölgun mikið vandamál, allt sem dregur henni mun því hafa verið réttlætanlegt síðustu áratugi.   Náttúran finnur alltaf  leiðir til leika á kerfið.

Júlíus Björnsson, 10.11.2010 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband