Frumort kvæði Ólafs um Hönnu Birnu

Gírug í ferðir, gráðug í fé

'Ólafur flutti frumort kvæði sitt um foringja sjálfstæðismanna í borginni við rapp og bjölluhljóm Vilhjálms Vilhjálmssonar í fyrstu. En eftir  að undirleik lauk flutti skáldið hið dýra kvæði af myndugleika ótruflaður: 

 Gírug í ferðir, gráðug í fé

Grandvör hvorki er hún né
Gætir hófs í gerðum sínum
Gjafir fær frá banka fínum
Auðmjúk er við auðvalds fætur
Ávallt að þess vilja lætur
Velferð viljug niður sker
Víða hnífinn fína ber
Sjaldnast nálægt sjálfri sér
Sárt í annars bakið fer
Laugaveg, flugvöll láttu kjurrt
lata Hanna farðu burt
í Valhöll heim að vefja þráð
með vinum þínum í síð og bráð.


mbl.is Ólafur víttur á borgarstjórnarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sæll 

Það er kommalykt af þessari níð...

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 19.1.2010 kl. 23:51

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já þeir eru varasamir þessir laumukommar úr Sjálfstæðisflokknum Halldóra.

Margur hefur aukið við sæmd sína með vel ortu og skörulega fluttu kvæði.

Kvæði Ólafs hafði þann slæma galla að skorta hvorutveggja.

Aftur á móti er Hönnu borgarstýru flutt órímuð drápa á forsíðu Fréttablaðsins í dag. 

Þórólfur Árnason lét verða sitt fyrsta verk í starfi borgarstjóra að taka fyrir skúffupeninga og forgangsröðun æðstu embættismanna. Nú hafa þessir alikálfar frían aðgang að sumarbústað sem lægra settir þurfa að borga fyrir leigu.

Þórólfur hefur aldrei gengið í Sjálfstæðisflokkinn og er þar af leiðandi kommúnisti í umræðu sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn sofna aldrei rólegir fyrr en þeir hafa skoðað inn í alla skápa og kíkt undir rúmið.

Það er nefnilega ekkert athvarf óhult fyrr en eftir fullkomið kommaeftirlit og síðan brunboða og reykskynjara.

Árni Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 17:40

3 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  í færslunni þinni hefur fyrsta línan í kvæðinu orðið viðskila frá kvæðinu og lent fyrir ofan textann þinn.

Jens Guð, 20.1.2010 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband