Steingrímur býður eiturdrykkinn Æsseif við þorsta

Á sínum tíma kynnti Steingrímur Svavarssamninginn sem stórglæsilegan. Í þeim samningi var gert ráð fyrir að "Íslendingar afsöluðu sér griðum ævarandi og óafturkallanlega".  Ég verða að treysta því að enginn samningarmannanna sem Steingrímur bar ábyrgð á hafi skilið hvað í þessu ákvæði fólst.(Íslendingar gátu undir engum kringumstæðum borið fyrir sig að neyð ríkti  í landinu. Allar eigur ríkisins mátti taka hvar sem þær voru í heiminum og burtséð frá því til hvaða  nota þær væru.

Maður sem lýsir þessum samning sem glæsilegum er búinn að dæama sig frá því "ævarandi og óafturkallanlega" að mark verði tekið á honum af vitibornu fólki.

steingrimur_j_mosdal_862335

 


mbl.is Betra en að deyja úr þorsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þingmenn, sem ekki eru skáld, eiga ekki að reyna að vera skáldlegir.  Það fer þeim ekki vel.  Samanber líkingin um drykkinn hjá Steingrími. 

Þingmenn, sem ekki eru stórmenni ættu einnig að forðast, að nota hina frægu setningu Jóns Sigurðssonar frá þjóðfundinum 1851 :"Vér mótmælum allir" Það var ekki mjög frumlegt, en sannarlega  lítilsvirðing við hina látnu þjóðhetju, að heyra Bjarna Benediksson taka sér þessi orð í munn, þegar hann lauk ræðu sinni á flokksfundi sjálfstæðismanna nú nýverið. Þvílík stórmennska.

Er mönnum ekkert heilagt? 

P.S. Ég segi nei.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 03:25

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hvað þýðir slíkt ákvæði í milliríkjasamning? Hvað gengur mönnum til að setja slíkt ákvæði í samning og hvað gengur mönnum eiginlega til að samþykkja slíkt? Þetta slær mann eins og hefni ákvæði eða fyrirlitningar ákvæði!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 16.1.2010 kl. 11:27

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tek undir með þér Kolbrún sumir taka sig of hátíðlega.

Sigurður Þórðarson, 16.1.2010 kl. 15:07

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Arnbjörn Kúld,

 Þetta ákvæði er kennt við Versali og er kallað Versalaákvæðið. Í þjóðarrétti er í dag viðurkennt að ekkert þjóðríki megi neyða til að skrifa undir samninga sem skapa neyð hjá  þegnunum og verði slíkt ákvæði því ólöglegt og riftanlegt. Þess vegna var bætt við þessa klásúlu "að samningurinn væri löglegur þó hann væri ólöglegur."

Ef hér væri ekki hægt að halda uppi lágmarkslöggæslu eða taka á móti börnum gætu Íslendingar ekki óskað sér griða.  Þetta voru uppgjafaskilmálar eins og þeir gerast verstir. 

Sigurður Þórðarson, 16.1.2010 kl. 15:14

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Félagi Sigurður!  Sendi þér 1. kaflann af Icesave-sögunni.  Þú og fleiri viljið nú halda því fram að Steingrímur minn ástkæri leiðtogi hafi fundið upp Icesave-reikninginn af tómum illvilja við þjóðina!  Bjarni Ben lætur sem hann hafi fyrst heyrt af Icesave í febrúar á síðasta ári.  Gerðu svo vel:

Flokksformennirnir semja og semja hver við annan!  Og segjast sumir þeirra hafa góða trú á, að Hollendingar og Bretar fáist að samningaborðinu.  Stjórnarandstöðunni tókst með lýðskrumi að þvinga ríkisstjórnina í viðræður við sig.  Að þeim takist hið sama með Breta og Hollendinga má með réttu efast um.  Hollendingar og Bretar hafa enga þörf fyrir að semja við Íslendinga uppá nýtt.  En Íslendingar verða í mikilli klemmu verði enginn samningur um málið gildur!

„...en ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að Evrópusambandið hefði átt að standa miklu nær viðræðuferlinu," sagði Bjarni. Bjarna má benda á samning sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði 16. nóvember 2008 við ESB. Þar voru lagðar línurnar um samningana, hin umsömdu viðmið. Ríkjunum var svo látið eftir að semja um smáatriðin. Í Viljayfirlýsingu Íslands og AGS 9. grein kemur einnig fram sama afstað. Bjarni Ben hefur endurtekið í sífellu, að samningurinn frá í haust sé ósanngjarn og að engin ríkisábyrgð gildi um innistæðutryggingar. Samt greiddi Bjarni einmitt atkvæði sitt tillögu um ríkisábyrg á innistæðum í íslenskum bönkum á Evrópska efnahagssvæðinu haustið 2008.

AGS hefur verið gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók til endurskoðunar áætlunarinnar um endurreisnina eftir að ÓRG vísaði lögunum til þjóðarinnar.

 Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra og Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri undirrituðu Viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Í níundu grein þeirrar yfirlýsingar stendur orðrétt:

„Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar." (15. nóvember 2008). 

Hin umsömdu viðmið í samningi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde við ESB.

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær. (16. nóvember 2008).

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 18:35

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

æll ágæti Auðun,

Ég á engin flokksgleraugu og mér dettur ekki í hug ekki einu sinni rétt sem snöggvast að Steingrímur hafi fundið upp á Æsseif.  Síst af öllu skalt þú halda að ég hafi verið stuðningsmaður afleitrar stjórnar Geirs og Sollu og því til sönnunar eru ótal bloggfærslur það sem þau fá óvægnari meðhöndlun en Steingrímur.  Mér þykir leitt ef þú berð ekki meiri virðingu fyrir ástkærum leiðtoga en svo að endalaust sé hægt að afsaka allar hans gerðir með axarsköftum dýralæknisins sem var í sjokki.

Ég vona að þú sért sammála mér um að það verði hver að éta úr sínum poka.   

Sigurður Þórðarson, 17.1.2010 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband