Athyglisvert viðtal við Svavar Gestsson
Mánudagur, 6. júlí 2009
Vegna aðildar Íslands að EES vorum við skuldbundin til að leyfa Icesave. Tryggingasjóður innlánsstofnana var líka hannaður s.k.v. evrópskum stöðlum sem við vorum skylduð til að taka upp. Sérfæðingar telja því að sökin liggi hjá Evrópusambandinu a.m.k að stærstum hluta. Í viðtali í Morgunblaðinu skömmu eftir undirritun samningsins sagði Svavar Gestsson að enginn þrýstingur hafi verið að ljúka samningum. Orðrétt sagði hann þetta: "Ég var bara orðinn leiður á að hafa þetta hangandi yfir mér" Svo hló hann.
Í máli hans kom fram að ef þetta hefði ekki verið gert upp hefði allt innistæðukerfi Evrópu hrunið. En nú þurfi menn ekki lengur að hafa áhyggjur af því. "Við erum í rauninni að bera burt syndir heimsins, eins og sagt var um Jesú Krist" sagði aðalsamningamaður Íslands.
Hvað segja guðfræðingar um þetta?
Trúmál | Breytt 7.7.2009 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
Kjósendur í Suðurkjördæmi segi af sér
Mánudagur, 6. júlí 2009
Óvenju hátt hlutfall fyrrum þingmanna Suðurkjördæmis og forvera þess forvera þess Suðurlands og Reykjaneskjördæma hafa hlotið langa refsidóma og tekið út betrunarvist fyrir margvísleg auðgunarbrot allt frá smygli smáþjófnuðum og upp í skjalafals og mútuþægni. Hæst bar þó að kjósendur Suðurkjördæmis endurkusu á þing manninn sem bar ábyrgð á fjármálaeftirlitinu sjálfum bankamálaráðherranum Björgvini Sigurðssyni.
Þess vegna eiga kjósendur í Suðurkjördæmi að íhuga alvarlega afsögn.
![]() |
Segir af sér vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)