Menntaðasti evrópufræðingur Íslands hefur talað

Mynd_0610148Dr. Elvira Mendez, er án efa langmenntaðasti sérfræðingur á Íslandi í Evrópurétti.Það er sorglega lýsandi fyrir vanhæfni ríkisstjórnarinnar í þessu Icesave deilu að þessari eldkláru konu skyldi ekki hafa veið boðið að leiða samninganefndina eða að minnsta kosti eiga sæti í henni. Og til að bíta höfuðið af skömminni bar sendiherra fenginn til að leiða nefndina, rétt eins og hæfniskröfurnar fælust í því hver væri vanastur í að skála fyrir væntanlegu samkomulagi!

Þegar Steingrímur var spurður af hverju hann hefði ekki reynt að fá DR. Elviru, sagði hann að það væru takmörk fyrir því hvað hægt væri að eyða í sérfræðinga. "Það væri enginn skortur á sérfræðingum sem vildu gefa ráð gegn háu gjaldi." Elvíra svaraði þessu á fundinum í Iðnó og sagðist myndi hafa gert þetta ókeypis ef eftir því hefði verið leitað. Málsvörn ríkisstjórnarinnar fólst í því að kaupa eftirá lögfræðiálit hjá lögmanni sem er hvorki sérfróður í þjóðar- né Evrópurétti.

Dr. Elvíra er hógvær en henni en henni misbýður framkoma Evrópusambandsins gagnvart Íslandi.


mbl.is Misbýður umgjörðin um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband