RUV leyfir EB áróður undir yfirskini fræðslu

Vitað er að Evrópusambandið eyðir meiru í auglýsingar en CocaCola stærsti hluti auglýsingana fer til kynningarmála í tengslum við stækkunarferli. Undanfarið hefur Ríkisútvarpið tekið það upp hjá sér að vera með áróður fyrir Evrópusambandinu undir því yfirskini að um fræðsluefni sé að ræða. Átta "fræðsluþættir" hafa verið sýndir milli frétta og veðurs og til stendur að gefa út þessa svokölluðu "fræðslu"-þætti. Steininn tók þó úr ekki alls fyrir löngu þegar Ríkissjónvarpið sýndi grímulausan áróðusþátt sem þó var greinilega kynntur sem fræðsluefni um sjávarútvegsstefnu EB og var þulur Sjónvarpsins látinn lesa boðskapinn, sem samin var af Aðalsteini Leifssyni sem kynntur var sem kennari við Háskólann í Reykjavík. Í kynningunni var því þó ekki haldið til haga að hann hefði verið erindreki EB og fulltrúi Samfylkingarinnar í Evrópunefndinni. Áróður Aðalsteins var svo svæsinn að mér datt í hug að googla manninn og kom þá þetta í ljós: "European Union - EU
1998 - 2001
Delegation of the European Commission to Iceland and Norway
Ráðgjafi og uppýsingafulltrúi"

 

Efnið var greinilega kynnt sem fræðsluefni en þess ekki getið að nefndur maður hefur verið launaður erindreki EU og fulltrúi Samfylkingarinnar í evrópunefndinni.

Það sem mér finnst einkum aðfinnsluvert er ekki það að hann skuli eingöngu hafa dregið fram kosti og sleppt göllum aðildar heldur beinar rangfærslur og að enginn greinarmunur var gerður á Rómarsáttmála og tímabundnum reglum. Í besta falli mætti segja að “kynningin” hafi verið grunn og einhliða.

Þættirnir eru á RUV vefnum og verða gefnir út síðar. Ég hef því miður ekki tíma til að leita að þessu, allavega ekki núna.


mbl.is Klækjabrögð eða nauðsyn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband