Sjónhverfingar fjármálaráðuneytisins

steingrimur_j_sigfusson_png_550x400_q95Við skoðun Icesave samkomulagsins hafa komið í ljós margháttar afglöp samninganefndarinnar. Fjármálaráðuneytið hefur nú lagt fram útreikninga sem eiga að sýna að Íslendingar geti greitt Icesave. Í fyrsta lagi er horft fram hjá öðrum skuldum landsins en þar fyrir utan er gert ráð fyrir að þjóðarframleiðsla aukist á örfáum árum um 25% frá þeim tíma sem hún var mest!

Aukin landsframleiðsla. Ætli það sé í fjármálastarfsemi?  Mér er sagt að álverðið verði að vera 1650$ tonnið til að standa undir afborgunum af Kárahnjúkum til 40 ára auk vaxta.  Reyndar fór verðið hæst upp í 3300$ en lengst af hefur það verið undir þessum mörkum og því er Kárahnjúkavirkjun að sliga Landsvirkjun.

 Kárahnjúkavirkjun var á gígantígskan mælikvarða við íslenskt efnahagslíf en samt kostaði virkjunin ekki nema 100 milljarða. Samt ætla stjórnvöld að fara með skuldirnar upp í 2500 %C3%B6ssur%2Bbloggarmilljarða með því að leggja Icesave við þessa 1800 milljarða sem við skuldum nú þegar!!

Forystumenn þjóðarinnar, sem ætla að skuldsetja Ísland fyrir hærri upphæð en hægt er að greiða og gera óborna þegna landsins að Ísþrælum vegna hótunar Evrópusambandsins og ætla síðan að eyða 6-800 milljónir í samningaviðræður í þeim tilgangi að ganga í það sama samband starfa ekki í mínu umboði.  Það að þeir reyndu að halda samningnum leyndum jafnframt því að leyna lögfræðiálitinu  það er í mínum huga kornið sem fyllir mælinn. 

 

Ég ætlaði að birta myndir af Ragnari Reykás og Össuri Skarphéðinssyni en þær voru ekki tiltækar svo ég læt þetta duga:

1. Efri mynd Steingrímur J Sigfússon

2. Neðri mynd tvífari Össurar  Skarphéðinssonar


mbl.is Sló ekki á fingurna á Ásmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband