EB fórnar Íslandi vegna eigin kerfisvillu

iceslave_skuldahalinnÞví meira sem maður les og kynnir sér málavexti Icesave því augljósar er að við eigum ekki, sem þjóð, að  leggjast á höggstokkinn möglunarlaust. Af frásögn af þessum fundi má marka að fjármálaráðherrar EB höfðu sammælst um að fórna Íslandi vegna hættu á almennri vantrú á bankakerfinu í Evrópu. En hver er forsaga málsins?

Íslandi sem EES ríki var gert að taka upp tilskipun um bankaregluverk sem er nákvæmlega eins og í öllum löndum EB og EES svæðinu. Um þetta höfðum við ekkert að segja. Í þessu fólst að bankar mættu setja upp útibú hvar sem er á svæðinu og stofna skyldi tryggingarsjóð til að tryggja innistæður. Eftir þessu var farið í einu og öllu.  Færustu lögmenn á sviði Evrópuréttar hafa aldrei getað fundið einn stafkrók sem bendir til að þjóðríkin væru ábyrg fyrir þessum tryggingasjóð.  

Dr. Elvíra hefur bent á augljósan galla í löggjöfinni þ.e. að ekki sé gert ráð fyrir kerfishruni, því enginn tryggingasjóður í nokkru landi myndi ráða við slíkt.  Niðurstaðan er þessi:

Íslenska ríkið braut ekki EB lög, þvert á móti liggur vandi okkar í því að íslenska ríkið uppfyllti skyldur sínar og fór að EB tilskipuninni um frjáls bankaviðskipti.

Á að refsa komandi kynslóðum fyrir það?


mbl.is Árni átti í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband