Útsala á náttúruauðlindum hafin?

 Ýmislegt bendir til að útsala á náttúruauðlindum Íslands sé í þann mund að hefjast. Margir útrásarvíkingar sem stóðu að stofnun Geysis Green Energy standa ekki vel í dag en mörg sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa engu betur. Þetta skapar góðar aðstæður fyrir erlenda útrásarvíkinga sem ásælast hlut í Hitaveitu Suðurnesja enda rauður hún yfir gríðarlega auðugu háhitasvæði. Það er kanadíska fyrirtækið Magma sem stendur í raun á bak við Geysir Green Energy. Þetta er því miður bara forsmekkurinn því sem koma skal ef alþingi samþykkir að greiða Icesave skuldirnar. Icesave skuldirnar eru miklu hærri en svo að ríkið geti greitt af þeim í erlendum gjaldeyri og því er afhending náttúruauðlindanna eini möguleikinn til að gera þær upp. 

Með því er mörkuð sú stefna að Íslendingar framtíðarinnar skuli vera Indíánar í eigin landi.

 


mbl.is Kanadískt félag kaupir í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband