Athyglisverð grein um ábyrgð í Icesave

Egill Jóhannsson ritar athyglisverða grein á bloggi sínu um pólitíska ábyrgð á Icesave sjá hér.   

Margir okkar færustu lögmanna hafa fært fyrir því rök að okkur beri ekki að borga Icesave. Gegn þessu stendur klúður ríkisstjórnar Geirs Haarde, loforð ráðamanna og neyðarlögin.  Við gætum haldið því fram að frá því að neyðarlögin voru sett þar til Kaupþing féll leið ein vika og þar komu til aðstæður sem menn sáu ekki fyrir. (heimskreppa & hryðjuverkalög Breta)

Ef allt þetta bregst eigum við til þrautavara traust haldreipi sem er hugtakið "grið" í þjóðarrétti með vísan til Versalasamningana.  Það er nú viðurkennt að Versalasamningarnir voru ósanngjarnir og að ekki megi þvinga þjóð eða stjórnvald ríkis til nauðungarsamninga sem eyðileggja ríkið.   Maður veitir því athygli að í Icesave samningnum eru ákvæði þar sem Íslendingar afsala sér sem þjóð griðum og þar að auki rétti til málshöfðunar!

Því verður ekki trúað að Evrópuþjóðirnar neiti okkur um að láta reyna á rétt okkar en ef þær gera það ættum við að beina viðskiptum annað.  Alþingi getur ekki skrifað undir ríkisábyrgð fyrir mun hærri upphæð en hægt er að standa við og í leiðinni afsalað okkur málsskotsrétti og griðum.

Millileiðin væri sú að leyfa samningnum að standa og án ríkisábyrgðar, afsals málskotsréttar  og griða.  Þá gæti þjóðin borgað þangað til allir vasar eru tómir og blæðir undan nöglunum í einhverja áratugi. Geta "vinaþjóðir" okkar farið fram á meir?

 


mbl.is Ber okkur í raun að borga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband