Grein 16:3 Icesave : Afsal eigna, griðhelgi og fullveldis Íslands

Eftirfarandi er þýðing fyrrum forseta Hæstaréttar Íslands,  Magnúsar Thoroddsen hrl.,  á  grein 16.3 Icesave samningsins við Hollendinga: 

 „ Afsal á griðhelgi fullveldis

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér í sambandi við hvaða deiluefni, sem upp kunna að koma og hvers konar annað réttarúrræði gegn sér, þar á meðal aðför eða fjárnám,  í hvaða eignum eða réttindum ( án tillits til hvaða nota þau eru ætluð) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi.

Ef  Tryggingasjóðurinn eða Ísland, eða hvers konar eigur eða réttindi þeirra,  eiga rétt á griðhelgi í einhverri lögsögu frá málshöfðun eða birtingu annarra skjala í tengslum við hvaða deilu sem er, eða eiga rétt á hvers konar annarri griðhelgi frá lögsögu, lögsókn, dómi, fjárnámi, kyrrsetningu  ( þótt það sé  áður en dómur gengur til þess að tryggja aðför eða annað réttarúrræði)  eða annars konar lögsókn, þá er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi á eins algeran hátt og lög viðkomandi lögsögu leyfa.

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland lýsa því einnig óafturkallanlega yfir, að þau samþykki, að gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.

 


mbl.is Icesave-samningar birtir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin lyppast niður fyrir Bretum

 Upp skal boðið Ísland!

Svavar Gestsson lýsti því að afar góður andi hafi ríkt á fundum um Icesave og engar hótanir hafi verið uppi. Nú þegar starfsmenn utanríkisþjónustunnar eru búnir að skála fyrir samningum um Icesave þá tekur alvaran við. Nú þarf að sannfæra Íslendinga um ágæti þessa samnings. Þá er kallaður til nýjasti sendiherranna og fyrrum aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Kristín Heimisdóttir, sem þekkir ekki til þorskastríðanna og kallar þessa  deilu "hörðustu milliríkjadeilu Íslandssögunnar!  Ég tók sjálfur þátt í tveimur þeirra og fullyrði að með þessum hugsunarhætti hefði enginn sigur unnist í landhelgisdeilum okkar.  Ríkisstjórnin sem er með allan hugann við ESB lyppaðist niður og kallaði til utanríkisþjónustuna sem gerði það sem hún kann best og dró fram kampavínsglösin.

Milliríkjadeilunni var breytt í einkamál sem má útkljá fyrir breskum dómstól sem getur gengið að öllum eigum ríkisins. Mig langar að benda á skilmerkilega grein um þetta eftir Ívar Pálsson.

 

 


mbl.is Harðasta milliríkjadeilan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband