Lögmenn þykjast ósammála Evu Joly

Eva-JolyRíkissaksóknari og ýmsir lögmenn bera sig illa vegna gagnrýni Evu Joly, nú síðast kveinar Sigurður G. Guðjónsson í grein í Pressunni. Það er tvennt sem lögmönnunum þykir mikil goðgá: 

1. Að Joly skuli gagnrýna að æðsti yfirmaður ákæruvaldsins skuli sitja í því embætti meðan grunur leikur á um hvort sonur hans verði ákærður.

 Spurn:  Hafa menn ekki fengið tímabundið leyfi af minna tilefni?

2.   Eva Joly sagði að lögmenn sæktust eftir að verja  fjárglæframenn.Þetta kallar Sigurður G. Guðjónsson  að þeir séu „afgreiddir sem leiguþý afbrotamanna"

Spurn: Eru það ekki einmitt hlutverk lögmanna að verja grunaða menn og eru það ekki almælt tíðindi að einmitt þetta sé best launuðu lögmannsstörfin?

 

Getur verið að þessir menn fagni henni í hjarta sínu þar sem þeir sjái nú fram á arðvænlega vertíð en vilji samt frekar hafa hana upp á punt?

 


mbl.is Málflutningur Joly gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband