Ásmundi Daðasyni óskað heilla.
Sunnudagur, 15. nóvember 2009
Heimssýn, félagsskapur sem vill setja hagsmuni Íslands í öndvegi hefur aldrei haft brýnna erindi við íslenska þjóð en einmitt núna þegar óþjóðholl og spillt öfl hafa látið greipar sópa. Á þjóðþinginu og jafnvel í ríkisstjórn er fólk sem hefur þá framtíðarsýn að afsala sjálfstæðinu, auðlindunum og gera niðja sína að skuldsettum indíánum í eigin landi.
Ég komst því miður ekki á aðalfund Heimssýnar þar sem ég hafði löngu ákveðið að vera á 60 ára afmælishátíð Náttúrulækningafélags Reykjavíkur sem haldið var við fjölmenni í Hveragerði í dag. Þar eins og allstaðar þar sem fólk kemur saman eru framtíðarmál þjóðarinnar rædd. Og þegar það spurðist að Ásmundur hefði verið kjörinn formaður Heimsýnar var gerður að því góður rómur af þeim sem til hans þekktu.
Ragnar Arnalds hefur skilað frábæru starfi sem formaður Heimsýnar og skilar nú keflinu í hendur ungs hugsjónamanns.
Ég óska Heimssýn til hamingju og Ásmundi Einari Daðasyni velfarnaði og gæfu.
![]() |
Ásmundur Einar nýr formaður Heimssýnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýtt bréf Gunnars Tómassonar til alþingismanna
Sunnudagur, 15. nóvember 2009
Á bloggsíðu Sigurbjörns Svavarssonar er birt nýtt bréf Gunnars Tómassonar til Alþingis.
Þar eru forsendur Icesave skýrðar og viðbrögð stjórnvalda breskra og íslenskra rakin.
Augljóst er að Bretar og forysta Evrópusambandsins gerir allt aðrar kröfur til tryggingasjóðsins á Íslandi en sambærilegra sjóða í sínum löndum.Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)