"Vinalöndin" og systurflokkar.
Laugardagur, 6. febrúar 2010
Í ferð þremenninganna sem fóru út á vegum Attac til Noregs að það er einungis systurflokkur Samfykingarinnar, Arbejderpartiet, sem stendur gegn Íslandi. Hver er ástæðan?
Eru kratarnir að taka afstöðu gegn Íslendingum eða með Samfylkingunni?
![]() |
AGS vill ekki tengja Icesave við lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjóherinn tekur (bítla)-lagið
Laugardagur, 6. febrúar 2010
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Merkilegar fréttir. Línur skýrast í Noregi
Föstudagur, 5. febrúar 2010
Gunnar Skúli Ármannsson einn þremenninganna sem funda nú í Noregi skrifar merkilega bloggfærslu hér
Andstæðingar eb aðildar 'i noregi hafa mikinn skilning a malstað Islands:
![]() |
Ekki formlega rætt við Noreg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ATTAC samtökin berjast fyrir Ísland
Fimmtudagur, 4. febrúar 2010
Ólíkt hafast þau að forsætisráðherrann sem lætur aðstoðarmann sinn atyrða Evu Joly fyrir að taka málstað Íslands og ATTAC samtökin sem kosta för þriggja Íslendinga til Noregs til að tala máli Íslands milliliðalaust við norsk stjórnvöld og forystumenn norskra stjórnmálaflokka. Markmiðið er að losa Ísland úr klóm fjárkúgunar AGS fyrir Breta og Hollendinga.
Sjá: www.attac.is
![]() |
Ræða við fulltrúa Noregsstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reynt að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu
Fimmtudagur, 4. febrúar 2010
Við blasir að Samfylkinginn vill nýta Æsseif til að hnýta Ísland við Evrópusambandið og meirihluti stjórnmálastéttariunnar vill hafa kosningaréttinn af þjóðinni. Því er best að kjósa sem fyrst.
Kosning utan kjörfundar:
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar þann 6. mars 2010 hófst hjá sýslumanninum í Reykjavík þann 28. janúar. Opið er á skrifstofutíma á milli kl. 9:00 til 15:30 virka daga.
Um helgar er opið frá kl. 12:00 til 14:00.
Frá og með 10. febrúar nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 til 22:00
![]() |
Reyna að fá hagstæðari lánskjör í Noregi eða ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ögmundur stendur með Íslandi, Samfylkingin með Evrópusambandinu
Miðvikudagur, 3. febrúar 2010
Það hefur lengi blasað við að Samfylkingin er meira en tilbúin til að fórna öllum hagsmunum þjóðarinnar til að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Samfylkingin lítur á Icesave sem tvíeggjað sverð annarsvegar sem hindrun inn í sambandið en hinsvegar tækifæri, því þessi mikla skuldsetning gæti dregið úr mótstöðukrafti þjóðarinnar, einkum þegar gera þarf upp skuldir með auðlindum. Eða halda menn að það sé tilviljun að systurflokkar Samfylkingarinnar á Norðurlöndunum skuli hafa tekið upp mjög eindregna afstöðu með Bretum og Hollendingum?
Ögmundur Jónasson hefur tekið skýra afstöðu með íslenskum almenningi í þessum hráskinnaleik.
![]() |
Gegn hagsmunum Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |