Stórglæsilegt ávarp forsetans

OlafurRagnarGrimssonÓlafur Ragnar Grímsson er óumdeilanlega góður ræðumaður en ég minnist ekki að hafa heyrt nokkurn forseta fyrr flytja jafn innihaldsríkt áramótaávarp og forsetinn gerði nú. Hann talaði um þrískiptingu valdsins sem hefur farið halloka og það hafi bitnað a´eftirlitskerfinu. Siðvæðingin mun ekki verða nema með þjóðarvilja sem er hornsteinn lýðræðisins og minnti á hlutverk forseta í því sambandi.  Forsetinn blés þjóðinni kjark í brjóst og hvatti til samstöðu. Þetta eru skýr fyrirheit um að forsetinn muni brúa þá gjá sem myndast hefur milli þings og þjóðar.  Við hofum ver að vinna. Áfram Ísland!


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Eftir hrun hafa sennilega fáir náð að tala kjark í þjóðina með jafn áhrifaríkum hætti og Ólafur gerði nú.

hilmar jónsson, 1.1.2010 kl. 14:12

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Hilmar

Sigurður Þórðarson, 1.1.2010 kl. 14:17

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Vonandi stendur hann við fyrirheitið. annars er hann þynjnri froða en nokkurn óaði fyrir

Kjartan Sigurgeirsson, 1.1.2010 kl. 14:42

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kjartan þetta er ástæðulaus ótti hjá þér. Ólafur Ragnar hefur alltaf verið harður í horn að taka sem stjórnmálamaður og sumir telja sig eiga harma að hefna. En sama hvað álit menn hafa á honum myndi enginn segja að hann væri flautaþyrill eða bjálfi.  Af hverju í ósköpunum ætti forsetinn  að halda slíka afburða ræðu og gefa fyrirheit sem hann gengi gegn nokkrum dögum síðar? Enga skynsamlega skýringu væri hægt að finna fyrir því.

Sigurður Þórðarson, 1.1.2010 kl. 15:45

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo sannarlega talaði forsetinn það skýrt í þessu máli að hann lokaði að minni hyggju á eftir sér. Líklega gerði hann það viljandi. Hinsvegar þá er ég þér hjartanlega sammála um að ræðan var í senn sanngjörn, viturleg, og þó pólitísk í mörgu efni. Á það ber að líta að við þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu þá er útilokað að ræða þjóðmálin án pólitísks ívafs.

Við skulum ekki loka augunum fyrir því að allar veigamiklar ákvarðinir eru pólitískar ákvarðanir þótt þær þurfi engan veginn jafnframt að styðjast við flokkspólitísk viðhorf.

Það sýnir hinsvegar pólitískt jafnvægi Ólafs forseta og mikinn leiðtogastyrk ef hann synjar löggjafarvaldinu ákvörðun sem þessa og skynjar þann þunga undirtón sem þjóðin hefur fylgt eftir með vaxandi þunga.

Ýmsir munu ekki óviljandi og þó fremur viljandi - skynja að með þessu er hann að hýða opinberlaga þá náhirð sem af flokkspólitísku hugarfari dindilmannskunnar, steingeldu á alla skynjun á raunverulegri pólitík. Hann er að hýða þessi grey milli hæls og hnakka geri hann þetta og á því hef ég fulla trú. 

Það eru nefnilega þessi grey sem hafa í öðru orðinu sent forsetanum misjafnlega ósmekklegar ályktanir um heimsku hans pólitískan ræfildóm og gengið þar oftar en ekki fram af ystu nöf mannasiða.

Og í hinu orðinu hafa þeir í samhengi sært hann til að lúta vilja þess hluta þessarar þjóðar sem þeir heyra til.

Þetta er þverstæða í málflutningi enda ekki við öðru að búast af höfundunum. Þetta eru nefnilega að miklum hluta þeir einstaklingar sem ættu hvað best að muna til eigin orða þegar Ólafur forseti synjaði Alþingi staðfestingu á fjölmiðlalögunum, sællar minningar.  Þá lögðu þeir og margir klúbbfélagar þeirra akademiskan embættisheiður sinn að veði fyrir þeirri einörðu fullyrðingu að þennan synjunarrétt væri hvergi að finna í íslenskri stjórnarskrá.

Hvar liggur botn siðgæðisvitundar þessa fólks?

Satt að segja vona ég að enginn geri tilraun til að sýna mér hann skýrar en reynslan og mitt stopula minni nær.

Og vel á minnst: Að fullum verðleikum hefur þessi hirð birt með ýmsum tilburðum hástemmd lofsyrði í garð fyrri forseta og nefnt öðrum fremur þau Vigdísi Finnbogadóttur og Kristján Eldjárn. Vel mætti nokkur hluti þessa fólks rifja upp ummæli sín um það ágæta fólk þegar það sóttust eftir starfi forseta og ógnaði framboðum þeirra ágætu einstaklinga sem boðnir voru fram með þungu fulltingi ótilgreindra stjórnmálaafla.

Árni Gunnarsson, 1.1.2010 kl. 16:07

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þ og fessa færslu hefði ég betur skoðað áður en ég birti hana því þar eru óþarflega margar fljótfærnilegar innsláttarvillur og textavillur. Efnið er ég sáttur við þó ég sakni þess að hafa ekki talið mér fært að kveða fastar að orði.

Árni Gunnarsson, 1.1.2010 kl. 16:11

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gott hjá þér Árni við skulum horfa fram á veginn það gerir ÓRG

Sigurður Þórðarson, 1.1.2010 kl. 16:30

8 identicon

hef það eftir áræðanlegum heimildum að Geir Jón hafi beðið um að ekki væri hreyft við þessu máli í gær þar sem það væri

1 fullt túngl

2 löng helgi

Magginn (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 19:28

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Geir Jón, vinur meinn og frændi er ekki moonisti heldur hvítasunnumaður.

Sigurður Þórðarson, 1.1.2010 kl. 21:57

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auk þess er Geir Jón góður embættismaður og hinn vandaðasti drengur í hvívetna. Hann er sómi stéttarinnar og sá sem aldrei bilar hvað sem á reynir.

Árni Gunnarsson, 1.1.2010 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband