Besti ráðherrann hættur

Allir sem þekkja Ögmund Jónasson vita að hann er grandvar hugsjónamaður sem hefur hagsmuni umbjóðenda sinna, þjóðarinnar í fyrirrúmi. Þegar það fór ekki saman að fylgja sannfæringu sinni varðandi Ísklafann og að halda ráðherraembættinu lét hann af ráðherradómi. Ögmundur er maður að meiri en skarð hans verður vandfyllt.
mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það að taka engar ákvarðanir í málefnum sem snúa að ráðuneyti manns og skilja eftir sig 12000 starfsmenn þeirra án stefnumörkunar í rúmlega 200 daga gerir hann að besta ráðherranum þá segi ég nú bara "Guð blessi Ísland"

Jon (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Þegar ég heyrði að Ögmundur hafi sagt af sér varð ég fyrir vonbrigðum því hann er besti ráðherrann í ríkisstjórninni og hefur komið heiðarlega fram við okkur landsmenn. Svo kom í sömu frétt að ríkisstjórnarsamstarfið hengi á bláþræði og þá gat ég ekki annað en brosað og það breitt. Lélegasta ríkistjórn sem við höfum haft.

Á meðan íslenska þjóðin á í miklum vanda þá lagði Jóhanna mesta áherslu á að sækja um aðildarviðræður við ESB og að borga skuldir Útrásarvíkinga. Þvílík stjórn á meðan skuldir vaxa og vaxa. Fjölskyldur í vanda og börnin okkar líða þjáningar vegna þess að þau skynja alveg áhyggjur foreldra sinna.

Ég vona að þessi ríkisstjórn fari frá í dag. Það yrði sú besta afmælisgjöf sem ég hef fengið um ævina en hún er orðin svolítið löng eða 51 ár

Guð veri með þér Siggi minn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.9.2009 kl. 12:56

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það lá fyrir að landstjórinn ´Franek Roswadowsky frá AGS, vildi losna við Ögmund.

Sigurður Þórðarson, 30.9.2009 kl. 13:35

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sannfæring Ögmundar hefur aldrei verið á útsölu. Gegnheill maður og einn af fáum sem skilur hvers krafist er af fulltrúalýðræðinu.

Árni Gunnarsson, 30.9.2009 kl. 15:33

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Steingrímur brást sínum umbjóðendum og ætlaði að fara að leika pólitískan ref. Það fórst honum óhönduglega og eftir situr pólitískur klaufi og auli.

Árni Gunnarsson, 30.9.2009 kl. 15:35

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er fyllsta ástæða til að þakka Ögmundi sem gefur okkur von.

Sigurður Þórðarson, 30.9.2009 kl. 19:25

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við megum ekki gleyma sjálfstæðisflokkurinn á mikla sök á því hvernig komið er fyrir okkur fáum þjóðstjórn til að reyna koma okkur út úr vandanum.

Sigurður Haraldsson, 1.10.2009 kl. 01:59

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vona að enginn hafi misskilið mig svo illa að halda að ég hafi verið að verja andskotans Sjálfstæðisflokkinn.

Árni Gunnarsson, 1.10.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband