AGS frestar mjög gott mál

Hvernig væri að menn hættu að eyða öllum sínum tíma í að taka lán en færu þess í stað að einbeita sér að því að þéna og skapa verðmæti? Maður hálf sammast sín fyrir íslenska ráðherra sem ferðast um heiminn vítt og breitt til að sníkja lán og bjóðast jafnvel til að samþykkja að afsala komandi kynslóðum griðum ótímabundið og óafturkallanlega (Icesave) einungis ef hægt sé að fá meiri lán.  Maður hefur heyrt óhuggulegar sögur um heróínneytendur en ráherrastóðið og sendinefndir þeirra slá öll met.

Á sama tíma er Breiðafjörðurinn fullur af makríl, sem  étur loðnu og sandsíli og ekki má veiða af því að einhver vill koma sér  í mjúkinn hjá Evrópusambandinu en klapp á bakið er létt í vasa.  Í Breiðafirðinum er líka óvenjumikið af skötusel sem þarf að fleyja af því að enginn er með kvóta.  Að friða þorsk og skötusel í sama firðinum er jafn gáfulegt og að friða hænur og mink í sama búri. 

Skuldugasta þjóð í heimi þarf ekki meiri lán hún  að borga l án og því er neitun AGS  það besta sem gat komið fyrir Ísland í þessari stöðu.  Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandamálið.


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sammála þér Siggi. Vildi svo gjarnan að fleiri áttuðu sig á þessu. Vonandi mun sá frestur sem AGS gefur okkur nýtast vel til að koma viti fyrir þjóðina.

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.7.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Gunni, þetta eru frábærar fréttir.

Það lifir enginn á lánum til lengdar. Vonandi átta stjórnvöld sig á því. 

Sigurður Þórðarson, 30.7.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sumir þekkja ekkert annað. Sumir lána ekki meira en þeir þurfa til að tryggja hagsmuni sína. Alvör Lándrottnar vita að hætta leiknum Klukkan 23.50 til tapa ekki hámarksgróð.

Við erum með Norskan Seðlabankastjóra, þá vita útlendingar um þann veikleika í kerfinu.  Utanríkjaráðherra EU kalla Frakkar Háttsetta Fulltrúa utanríkjastefnu og öryggis.  Hann skal vera persónuleiki EU hollustu með alla pappíra eða meðmæli óaðfinnanleg. Veistu hvað útlendingar hugsa um síðustu utanríkisráðherra þegar þeir opna muninn og fara opna munninn um EU? Er þetta það besta sem til er á Íslandi.  Þetta embætti jafngildir hernaðarmálráðherra. Eins gott það skipi mjög hæfur lögfræðingur með nám frá virtum skóla utan Íslands. því milliríkja samningar eru löggiltir pappírar sem mynda safn alþjóðalaga. Þeir þurfa að sína af sér herkænnsku.   

Júlíus Björnsson, 31.7.2009 kl. 00:26

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

VEL ORÐAÐ HJÁ ÞÉR SIGGI,

ÉG ER SVO INNILEGA SAMMÁLA ÞÉR , AÐ MÍNU MATI ER ÞETTA SÚ BESTA FRÉTT SEM ÉG HEF FENGIÐ UM LANGA HRÍÐ.

ÉG HEF VERIÐ MÓTFALLIN ÞESSU AGS LÁNI ALVEG FRÁ UPPHAFI  SVO ÉG TALI NÚ EKKI UM HVAÐ NOTA EIGI LÁNIÐ Í, GEYMA ÞAÐ Í BANKA Í USA EN BORGA BÆÐI HÁA VEXTI OG AFBORGANIR OG HAFA SÍÐAN SEM NEYÐARSJÓÐ EN EKKI SETJA SVO MIKIÐ SEM 1 IKR TIL BJARGAR FÓLKINU Í LANDINU OG ENN SÍÐUR HLÚA AÐ FYRIRTÆKJUM Í VANDA EÐA TIL NÝSKÖPUNAR.

HVERSU MIKLUM SKÍT SKAL TROÐA OFAN Í OKKUR ÁÐUR EN VIÐ TÖKUM MÁLIN Í OKKAR HENDUR.

HÉR ÞARF BARA BYLTINGU EKKERT ANNAÐ HELD ÉG AÐ MUNI DUGA EINS OG STAÐAN ER Í DAG. 

Hulda Haraldsdóttir, 31.7.2009 kl. 01:37

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Júlíus, takk fyrir innleggið. 

Það er alveg magnað hvað sumir landar okkar eru bláeygir gagnvart Evrópusambandinu og lánadrotnum okkar núverandi og tilvonandi.

Sigurður Þórðarson, 31.7.2009 kl. 05:51

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir igoð orð Hulda.

Það vantar allann metnað og þjóðarstolt í þetta Evrópulið sem stjórnar landinu.

Sigurður Þórðarson, 31.7.2009 kl. 06:01

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Páll rétt hjá þér. 

"Frestur er á illu bestur"

Sigurður Þórðarson, 31.7.2009 kl. 06:02

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem fram kemur í "kommenti" no 7 botnar þessa grein alveg FULLKOMLEGA, greinin er hrein og tær SNILLD.

Jóhann Elíasson, 31.7.2009 kl. 06:39

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Jóhann ágæti vopnabróðir.

Sigurður Þórðarson, 31.7.2009 kl. 07:39

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2009 kl. 08:34

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

gjörsamlega sammála þér Sigurður

Jón Snæbjörnsson, 31.7.2009 kl. 09:30

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka ykkur kærlega fyrir Ásthildur og Jón.

Sigurður Þórðarson, 31.7.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband