Menntaðasti evrópufræðingur Íslands hefur talað

Mynd_0610148Dr. Elvira Mendez, er án efa langmenntaðasti sérfræðingur á Íslandi í Evrópurétti.Það er sorglega lýsandi fyrir vanhæfni ríkisstjórnarinnar í þessu Icesave deilu að þessari eldkláru konu skyldi ekki hafa veið boðið að leiða samninganefndina eða að minnsta kosti eiga sæti í henni. Og til að bíta höfuðið af skömminni bar sendiherra fenginn til að leiða nefndina, rétt eins og hæfniskröfurnar fælust í því hver væri vanastur í að skála fyrir væntanlegu samkomulagi!

Þegar Steingrímur var spurður af hverju hann hefði ekki reynt að fá DR. Elviru, sagði hann að það væru takmörk fyrir því hvað hægt væri að eyða í sérfræðinga. "Það væri enginn skortur á sérfræðingum sem vildu gefa ráð gegn háu gjaldi." Elvíra svaraði þessu á fundinum í Iðnó og sagðist myndi hafa gert þetta ókeypis ef eftir því hefði verið leitað. Málsvörn ríkisstjórnarinnar fólst í því að kaupa eftirá lögfræðiálit hjá lögmanni sem er hvorki sérfróður í þjóðar- né Evrópurétti.

Dr. Elvíra er hógvær en henni en henni misbýður framkoma Evrópusambandsins gagnvart Íslandi.


mbl.is Misbýður umgjörðin um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gott innlegg.  Auðvita áttum við að fá svona manneskju í lið með okkur.  Síðan áttum við að fá hörku lögfræðinga frá Ameríku með reynslu í evrópskri samningagerð.  Það hefðir algjörlega slegið Hollendinga og Breta út af laginu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.7.2009 kl. 07:34

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Andri og takk fyrir athugasemdina, þetta er hörmulegt metnaðrleysi hjá ríkisstjórninni og gæti orðið þjóðinni dýrkeypt.

Sigurður Þórðarson, 16.7.2009 kl. 08:04

3 identicon

Steingrímur er geðbilaðu hann er greinilega innvígður í spillingaflokk Samfylkingarinnar ásamt Ólafi R og lögfræðingum þeirra. Hún er með of mikla menntun sem þetta lið þollir ekki, getur verið að Svavar G takki ekkert fyrir sína vinnu eða var hún gerð svona af kunningsskap. Djöfulsins viðbjóður er þetta.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 08:54

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Líst ekkert á þessa ríkisstjórn og kaus þau ekki. Það hefði verið skynsamlegt að ráða þessa konu vegna þekkingar hennar á Evrópumálum.

Jóhanna og Steingrímur vilja greinilega skríða uppí fangið á kvalara sínum Bretum og co. Það er ekki í lagi heima hjá þeim.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2009 kl. 23:05

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég dittóa Rózu trúfrænku,

það hlýtur að vera merki um hvað allt er orðið öfugznúið þegar öllu er á botninn hvolft, & til enda litið.

Steingrímur Helgason, 17.7.2009 kl. 01:00

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Við erum með ger unnið mál ef það kæmist fyrir EU dómstól. Samkvæmt einkavæðingar lögum þá er löggjafanum í sjálfsvald sett hvort hann dæli fé í einkabanka sem riðar.

Hollenskir neytendur ætla að sókn sína á Hollenskri neytendalöggjöf um mismunun viðskiptavina. En ekki að ríkið beri ábyrgð skuldum banka sem voru slegnir út af markaði sem er annað mál.  

Samfylking mun hafa komið fram með einhvern bull þýðingu, og túlkað í upphafi búsahaldarbyggingar: Davíð út seðlabankinn er ábyrgur. Svo komu hver fals rökin á fætur öðru og lögfræðingar af erlendum uppruna sem þekkja lögin og kunna að lesa sínar útgáfur, vita nú um marga vanhæfa Íslendinga á Íslandi. Þjóðinni til skammar.

Bankamálastjóri til að tryggja meiri samkeppni gat skipt bönkunum upp. Skipt um vístölugrunn[fasteignavísitala] fyrir ný fasteignlán: minnkað lánshæfi sem hefði dregið úr innlánum erlendra aðila.

Það er svo háir vextir á Íslenska húsbréfakerfinu [með vitlausari vísitölu] að eftir 20 ár er það orðið sjálfbært.  Þetta geta alla menntaskólanemar betri einkakóla heimsins reiknað út.

Júlíus Björnsson, 17.7.2009 kl. 03:02

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo magnaðir voru þessir sendimenn okkar undir öruggri stjórn Generáls Svavars Gestssonar að nú eru hollenskir innistæðueigendur í Icesave búnir að skrifa alþingismönnum okkar bréf. Þar biðjast þeir undan því að þessi þjóð skuldsetji sig langt yfir greiðslugetu með samningi um greiðslu sem við munum aldrei geta innt af höndum!

"Ekki spurning um hvort heldur hvernig við borgum" segir Steingrímur aðalritari og svipurinn minnir á stangarstökkvara að undirbúa heimsmetsstökkið.

Árni Gunnarsson, 17.7.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband