Athyglisverð grein um ábyrgð í Icesave

Egill Jóhannsson ritar athyglisverða grein á bloggi sínu um pólitíska ábyrgð á Icesave sjá hér.   

Margir okkar færustu lögmanna hafa fært fyrir því rök að okkur beri ekki að borga Icesave. Gegn þessu stendur klúður ríkisstjórnar Geirs Haarde, loforð ráðamanna og neyðarlögin.  Við gætum haldið því fram að frá því að neyðarlögin voru sett þar til Kaupþing féll leið ein vika og þar komu til aðstæður sem menn sáu ekki fyrir. (heimskreppa & hryðjuverkalög Breta)

Ef allt þetta bregst eigum við til þrautavara traust haldreipi sem er hugtakið "grið" í þjóðarrétti með vísan til Versalasamningana.  Það er nú viðurkennt að Versalasamningarnir voru ósanngjarnir og að ekki megi þvinga þjóð eða stjórnvald ríkis til nauðungarsamninga sem eyðileggja ríkið.   Maður veitir því athygli að í Icesave samningnum eru ákvæði þar sem Íslendingar afsala sér sem þjóð griðum og þar að auki rétti til málshöfðunar!

Því verður ekki trúað að Evrópuþjóðirnar neiti okkur um að láta reyna á rétt okkar en ef þær gera það ættum við að beina viðskiptum annað.  Alþingi getur ekki skrifað undir ríkisábyrgð fyrir mun hærri upphæð en hægt er að standa við og í leiðinni afsalað okkur málsskotsrétti og griðum.

Millileiðin væri sú að leyfa samningnum að standa og án ríkisábyrgðar, afsals málskotsréttar  og griða.  Þá gæti þjóðin borgað þangað til allir vasar eru tómir og blæðir undan nöglunum í einhverja áratugi. Geta "vinaþjóðir" okkar farið fram á meir?

 


mbl.is Ber okkur í raun að borga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Maður veitir því athygli að í Icesave samningnum eru ákvæði þar sem Íslendingar afsala sér sem þjóð griðum og þar að auki rétti til málshöfðunar!"

Samkvæmt heimildum mínum mættu ellefu (11) breskir lögmenn íslensku icesave-samninganefndinni; enda ber samningurinn þess merki.

Það er ekki snefill af skynsemi í þessu og það sér hver maður hér.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 08:38

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Sigurður, já það er undarleg speki að skrifa undir samning um að borga það sem ekki er hægt að borga.  Nota það sem rök að fyrri ríkisstjórn, "vanhæf ríkisstjórn" þerri sem komið var frá, hafi verið búin að leggja drög að slíkum samning.  Hæla sér svo af því að hafa náð betri vaxtakjörum.

Neyðarlögin voru skandall, það leið ekki vika þar til allt var hrunið, það liðu tveir sólarhringar.  Neyðarlögin voru sett 6. október, hryðjuverkalögunum var beitt 8.október.  Game over.

Magnús Sigurðsson, 26.6.2009 kl. 08:45

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Hákon í samninganefnd okkar var enginn Evrópusérfæðingur og enginn þjóðréttarfræðingu.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 08:48

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Magnús þetta er að miklu leyti sama ríkisstjórnin og þessi vanhæfa ríkisstjórn sem komið var frá. Þakka þér fyrir að leiðrétta mig varðandi dagsetningarnar sem ég man ekki.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 08:52

5 identicon

Geta "vinaþjóðir" okkar farið fram á meir? spyrðu.

Hvað er þetta með vinaþjóðir?

Þjóðir geta ekki og eiga ekki vini.

Þjóðir hafa hagsmuni en eiga ekki vini.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 09:45

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll gamli skólabróðir, ég er að vísa til síbyljunnar um að Bretar séu vinaþjóð okkar.  En Færeyingar hafa alltaf reynst Íslendingum vel t.d. neituðu þeir breskum skipum um þjónustu meðan á þorskastríunum stóð.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 10:00

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála Sigurður, þetta er sama icesave stjórnin.  Enda eru þarna  gamlir syndaselir sem kunna ekkert annað en flokkpólitískan skotgrafahernað og vita ekkert verra en ef þjóðin næði að sameinast um að leysa málin.  Þar fara fremst í flokki Jóhanna, Steingrímur og Össur.

Magnús Sigurðsson, 26.6.2009 kl. 13:04

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já Magnús, það var Samfylkingin sem fór með ráðuneyti bankamála og fjármálaeftirlits í hinni "vanhæfu" ríkisstjórn Geirs Hilmars Haarde.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 14:28

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

mjög áhugaverð færsla Sigurður en sannleikurinn um vináttu kemur fram í athugasemd Þorsteins.

Finnur Bárðarson, 26.6.2009 kl. 15:18

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef til vill er það rétt Finnur en þa´eigum við heldur ekki að vera að blekkja okkur.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 15:48

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hverjir voru yfirlýstir vinir íslendinga í þorskastríðunum? 

Ef ég man rétt þá þorðu engir að hafa þann stimpil á sér aðrir en Færeyingar.

Magnús Sigurðsson, 26.6.2009 kl. 16:07

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nákvæmlega rétt Magnús.

Þeir stóðu með okkur og vörðu með kjafti og klóm.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 16:10

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Okkur hefur aldrei borið að borga fyrir alþjóðlega glæpamenn. Ábyrgðarmenn Bankanna á Íslandi átti að færa fyrir Íslenska Dómstóla. Þeir sem voru fyrir útibúum erlendis átti við komandi yfirvöld að sjáum.

Það var ekki bara eftirlit Íslands sem brást á Ísland. Seðlabankakerfi EU var alls ekki að standa sig. Sú ábyrgð á að dreifast.  

Bretar sáu í sér leik á borði hvað varðar samninga framtíðarinnar.   

Ef Íslensk yfirvöld ætla að hlífa alþjóðlegum glæpmönnum þá gerum við þau ábyrg fyrir glæpnum gætu Bretar hafa hugsað.

Val landshöfðingja stóð á milli þjóðarinnar [Davíðs hins breiska] eða Barabasar [atvinnumannanna].

Við vitum hvað þeir íslensku hafa valið hingað til. Evrópsku hefðina frá dögum Rómverja.  

Það er ekkert undir þessum nútíma íslensku ráðmönnum segja þeir eflaust á meginlandinu. 

Einfaldar skýringar eru bestar þegar skipulega er reynt að flækja málinn.

10 litlir Íslendingar kunna ekki að dæma,...

Júlíus Björnsson, 26.6.2009 kl. 18:10

14 Smámynd: Hlédís

Ja-hjerna!

Hlédís, 26.6.2009 kl. 18:13

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Júlíus, "menn töluðu um landráð af gáleysi".

Ég hef mestar áhyggjur að því í dag að menn reyni að skaða landið enn frekar í þeim tilgangi að fela slóðina.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 18:53

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Hlédís og takk fyrir innlitið

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 18:55

17 identicon

Heill og sæll Sigurður - sem þið önnur, hér á síðu !

Og; gleymum ekki,. svikum Dana (möðkuðu mjölsalanna) - Svía og Finna, við áður; tiltölulega samheldið Norrænt samstarf, gott fólk.

Munið; við eigum víða, vini í varpa, í Ameríkunum, sem og Asíu og víðar.

Gamla nýlenduvelda kraðakið, suður í Evrópu, er ekki allur heimurinn, svo til haga sé haldið, þó Nazista bullur íslenzkar (ESB sinnar), láti svo.

Með beztu kveðjum; öðrum fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 20:49

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Heill og sæll Óskar, ég myndi vilja heyra að leiðtogar Norðurlandaþjóðanna segðu þetta.  Gera þeir það í raun og veru eða er þetta lygi?  Af hverju reynir Samfylkingin ekki að útskýra okkar málstað?

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 20:58

19 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Vegna þess; að Samfylkingin er óþjóðlegur og raunar; glæpsamlegur flokkur, okkar hagsmunum Íslendinga, og ætti að banna, sem slíkan, Sigurður minn !!! 

Með beztu kveðjum; á ný, úr lognmollu Suðurlandsins /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 21:09

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Óskar, Í þeim vanda sem við stöndum nú þurfum við forystu sem stendur með hagsmunum fólksins í landinu.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 21:25

21 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Þá leiðtoga; er ei að finna, á hinu morknaða Alþingi, Sigurður minn.

Ég nefndi, þá Agnar Kristján Þorsteinsson (AK-72), sem og hinn Austfirzka Ómar Geirsson, á dögunum. Báðir; spjallsíðuhafar, hér á vef Rauðvetninga. Reyndar; ..... er AK-72, ekki afhuga ESB Nazistunum, en það mætti turna þeim ágæta dreng; vafalaust, á réttan dont.

Það eru; slíkir ármenn, hverja við þörfnumst helzt, Sigurður minn.

Og; taki Ögmundur Jónasson, þeim sinnaskiptum, hver möguleg yrðu, gæti hann orðið góður liðsmaður, einnig.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 21:39

22 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta mál og moldviðrið í kringum það hefur núna þann helsta kost fyrir erlendar eignir við stjórn landsins að þær þurfa ekki, amk. í bili, að ræða heildarstöðuna gagnvart útlöndum sem er upp á mínus 5000 milljarða amk. Heimild: Seðlabankinn.

Þetta stóð í mínus 4500 milljörðum í lok 1. ársfj. og síðan hefur krónan skiljanlega haldið áfram að hrynja undan þessu algjörlega gjaldþrota þjóðarbúi.

Baldur Fjölnisson, 26.6.2009 kl. 22:41

23 Smámynd: Hlédís

Hvað er Baldur að tala um?

þurfa EIGNIRNAR ekki að ræða eitthvað?

Hlédís, 26.6.2009 kl. 23:03

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar minn, það eru vel meinandi menn að finna á alþingi við Austurvöll (til aðgreindar frá alþingi við Öxará).  Við höldum úti sendiráðum um allan heim og 63 þingmönnum en Svisslendingar eru með 30 þingmenn og færri sendiráð en við þó þeir telji 7 milljónir.  Íslenskir ráðamenn átta sig ekki á að við höfum ekki sérfræðingum á að skipa eins og stórþjóðir og senda viðvaninga í samninganefnd um Icesave.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 23:17

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt Baldur veruleikaflóttinn er einkennandi við verðum að spyrja geðlækninn um þetta.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 23:19

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Hlédís, mér sýnist vera fljótaskrift á þessu hjá Baldri en þykist vita hvað hann meinar. Hann er væntanlega að tala um ráðsmenn erlendra kröfuhafa. (Er það ekki rétt Baldur?) Erlendar skuldir þjóðarbúsins eru sennilega 5000 milljarðar. Þetta skiptist aðallega á milli ríkis, sveitarfélaga, orkufyrirtækja og sjávarútvegs. Annars veit Baldur allt um þetta því hann er mjög talnaglöggur.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 23:27

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í öllu moldviðri þessarar skelfilegu umræðu fer mest fyrir upphrópunum sem mestan partinn snúast um stjórnmálaskoðanir. Þá verður fátt einhlítt um niðurstöður. Mér sýnist reyndar að landráð vegna heimsku hafi oftar en einu sinni verið framin frá því bankarnir hrundu. Þarna komu upp aðstæður sem áttu sér engar hliðstæður hér og tæpast í öllum heimi hinna frjálsu viðskipta. Af sjálfu leiddi að þeir pólitíkusar sem þurftu að taka ákvarðanir höfðu hvorki vit né reynslu en ákvarðanirnar örlagaríkar á öllum stigum.

Þeir stjórnmálamenn sem þurftu að takast á hendur þessar ákvarðanir voru ráðvillt grey. Og þeir voru innikróaðir af doktorum og prófessorum sem höfðu varið mestri ævinni í að takast á við hagtölur og samanburðarfræði sem við þessar aðstæður voru gagnslausar því öll mafía fjármálamanna var búin að hreiðra um sig í pólitískum vígahreiðrum þar sem lög og reglugerðir höfðu um árabil opnað allar dyr fyrir hagsmuni þeirra.

Upp úr stendur öllu þessu moldviðri óskiljanlegrar umræðu að sá samningur sem íslenska sendinefndin samþykkti var evrópska bankakerfinu ekki minna en lífsnauðsynlegur til að bjarga öllu djöfuls móverki þeirra frá hruni!

Og nú er það spurningin hvort þessi snauða örþjóð úti í ballarhafi sé þess megnug að bjarga evrópska efnahagssvæðinu frá eigin afglöpum?

Árni Gunnarsson, 26.6.2009 kl. 23:40

28 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Reyndar er erlend staða bankarústanna, sem erlendar eignir við stjórn landsins klíndu á skattgreiðendur, upp á yfir 6000 milljarða (staða -5500 milljarðar í lok 1. ársfjórðungs, heimild: Seðlabankinn).

En erlendar heildarskuldir þjóðarbúsins voru annars rúmlega 13000 milljarðar í lok 1. ársfj. en eignir á móti upp á um 8000 milljarða, skv. enronbókhaldi útibús mafíunnar á Cayman eyjum. Þannig að ég held að það sé ekkert óvarlegt að áætla að við séum í raun og eftir að leiðrétt hefur verið fyrir mafíubókhaldinu, nettó 7-8000 milljarða í mínus gagnvart útlöndum. Það gerir sirka 25 milljónir á hvert mannsbarn að meðaltali eða 80-100 milljónir per fjölskyldu í landinu. 

Baldur Fjölnisson, 26.6.2009 kl. 23:48

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér þitt ágæta  innlegg Árni.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 23:50

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baldur, ég kemst ekki með tærnar þar sem þú ert með hælana í tölfræði. Ég heyrði því þó fleygt að erlendar skuldir bankanna næmu 10.000 milljörðum um sl áramót. En mest af þessum skuldum eru ekki forgangskröfur og ljóst að megnið af þeim er glatað.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 23:54

31 Smámynd: Jens Guð

  "Við munum ekki borga erlendar skuldir fyrir óreiðumenn," var fullyrt í sjónvarpsþætti. Að öðru leyti tek ég undir hvert orð hjá Árna Gunnarssyni.

Jens Guð, 26.6.2009 kl. 23:56

32 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skuldir banka eru aðallega innistæður sparifjáreigenda og skuldir bankans við aðrar fjármálastofnanir. Bankakerfi sem er 6-8000 milljarða í mínus (150% af eignum) er augljóslega gjaldþrota en samt er núna þegar verið að klína hluta skulda þessa gjaldþrota kerfis á skattgreiðendur. Það á eftir að koma í ljós hversu mörg þúsund milljarðar í viðbót lenda á skattgreiðendum.

Baldur Fjölnisson, 27.6.2009 kl. 00:05

33 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jens, það hefur margt verið talað. Tek undir með þér að Árni er skarpur.

Sigurður Þórðarson, 27.6.2009 kl. 00:19

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baldur takk fyrir þessar upplýsingar, þetta er svívirðilegt

Sigurður Þórðarson, 27.6.2009 kl. 00:20

35 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ja hérna!

 Er ekki undirbúningshópur um endurreisn lýðræðisins mættur.

Sigurður Þórðarson, 27.6.2009 kl. 00:56

36 Smámynd: ThoR-E

dapurlegt að sjá hvað samfylkingin er reiðubúin að fórna fyrir ESB aðild.

ef lífsskilyrðin eru ömurleg .. að þá vill enginn búa hérna.. hvort sem landið er í ESB eða ekki.

það á meira að segja að fara í vasa öryrkja og ellilífeyrisþega ...

er ekki nær að fara í vasa útrásarvíkinganna sem lögðu hér allt í rúst ?

ThoR-E, 28.6.2009 kl. 16:07

37 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er upp til hópa ágætis fólk en þau eru ráðþrota og við verðum að sýna þeim samstöðu og aðhald.  Við verðum að líta til með Samfylkingunni annars semur hún af sér.

Sigurður Þórðarson, 28.6.2009 kl. 19:11

38 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samkvæmt sameiginlegum menningararfi EU er tvær þjóðir minnst í hverju ríki. Greindi sig með blá blóðið frá þeirri [launaþrælunum] eftir blóðlit m.a.

Sumur voru fæddir til að lifa af forréttindum það var með á störf margra launþræla. Tekjurnar vor tryggða með lögum eins og búið er að koma á með vaxtavélinni: Fjármálakerfinu. Vextir eru skattar.

Vandamálið að launþrælum allra landa virðist standa á sama og eru yfirleitt ekki óvinir eins eða neins og sérstakur fjarlægur vinskapur framandi.

Hinsvegar voru Íslendingar ein þjóð án sérstakrar miðstýringar um landnám. Sem greindi okkur frá meginlandinu. Hér hefur alltaf verðið stór hópur hugsandi launaþræla. Þræll er sá sem fer snemma á ról. Íslendingar munu framan af allir þurft að vakna snemma.

 Elítur EU hafa allar sameiginlega hagsmuni að stækka sinn hlut gagnvart sínum launaþrælum:  eru því að sama skapi vinir.  Samkvæmt menningararfinum er virðingarstigi milli þeirra. Trjóna Frakkar, Þjóðverja og Bretar hæst. Enda er EU öll að breytast í einskonar samblöndu hugmyndafræði þessara póla. 

Hinsvegar er samkeppni um virðingu milli elítanna frá alda öðli og mesta virðingu fá þær sem skila mest til Miðstýringarinnar nú í Brussel. Brussurnar þar eru engir sérstakir vinar launaþræla og koma fram við alla af sömu hagsýni. Staðsetning á Miðstýringunni tekur mið af París, Berlín og London.

Júlíus Björnsson, 28.6.2009 kl. 23:19

39 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Júlíus og takk fyrir þitt vandaða innlegg.

Sigurður Þórðarson, 28.6.2009 kl. 23:36

40 Smámynd: Baldur Fjölnisson

4. júní 2009

Erlend staða þjóðarbúsins

1. ársfjórðungur 2009

Hrein staða við útlönd var neikvæð um 4.580 ma.kr. í lok fyrsta árs¬fjórðungs og réttist af um rúma 131 ma.kr. frá síðasta fjórðungi. Erlendar eignir námu 8.479 ma.kr. í lok ársfjórð¬ungsins en skuldir 13.059 ma.kr. Vert er að geta þess að inni í tölum um erlendar skuldir eru ennþá eignir og skuldir viðskiptabankanna þriggja sem nú eru í greiðslustöðvun. Fjármögnun vanskila hefur líka haft áhrif til hækkunar á skammtímaskuldum.

Næsta birting: 27. ágúst
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir

Baldur Fjölnisson, 29.6.2009 kl. 20:57

41 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þetta Baldur.

 Það var hrikalega magnaður fundur á Iðnó í kvöld. Það kom í ljós að samninganefndarmennirnir höfðu ekki gert neina útreikninga á hver greiðslubyrðin yrði og hvernig ætti að afla gjaldeyris til að borga fyrir Icesave. 

Sigurður Þórðarson, 29.6.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband