Krafa um breytingar

Þessi skoðanakönnun staðfestir kröfu fólks um rótækar breytingar. Mikil og vaxandi óánægja er meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkana einkum og sérílagi Sjálfstæðisflokksins sem gu_jon_arnar_kristjansson blöskrar spillingin og vanhæfnin sem leitt hefur þjóðina í svo hræðilegar ógöngur undir forystu þess flokks. Stjórnarandstaðan er markeruð af því að hafa annað hvort tekið þátt í spillingunni eða verið meðvirk. Skoðun mín er sú  að ef stjórnmálaflokkur með jafn góða stefnuskrá og Frjálslyndi flokkurinn hefði staðið vaktina væri hann með yfir 20% fylgi við þessar aðstæður. Jafnvel Framsóknarflokkurinn sem tók fullan þátt í spillingunni og á verulega sök á ástandinu fer upp í 17% við það að tefla fram nýju fólki. Frjálslyndi flokkurinn heldur 3ja% fylgi í þessari könnun. Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók við formann flokksins sem staddur var á Kanaríeyjum fyrir þremur dögum sagðist formaðurinn Guðjón Arnar Kristjánsson ótrauður ætla að gefa kost á sér áfram. Þá er spurningin hvort einhverjir muni styðja það?
mbl.is Framsókn með 17% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eitt er ljóst, það þarf róttækar breytingar á FF til þess að flokkurinn þurrkist ekki út í næstu kosningum. Aðrir flokkar eins og Framsókn eru greinilega búnir að átta sig á þeirri staðreynd, enda jókst fylgi þeirra til muna eftir að algjör endurnýjun varð í þeirra röðum, sem er til fyrirmyndar.

Við þurfum að undirbúa kosningar, og það verður ekki gert með að sofna á verðinum, breytingar eru af hinu góða og þeim ber að fagna áður en um seint verður.

Ég er ekki að hallmæla nokkrum né störf hans/hennar, en krafan um nýtt fólk í röðum stjórnmálamanna er hávær og þeirri kröfu verður að mæta, svo ekki fari illa fyrir flokknum sjálfum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.1.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Haukur minn, mér finnst sorglegt að horfa upp á þetta þar sem flokkurinn hefur að mínu mati bestu stefnuskránna og markmiðasetninguna.

Sigurður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 11:49

3 identicon

Sæll Siggi

Þú veist nú alveg hver ég er,
og ég spyr þig bara hreint út.

Styður þú Guðjón áfram sem formann eða viltu láta skipta öllu liðinu út?
hverjir eiga þá að koma í staðinn?
ertu með hugmyndir að mönnum?
Því ég skal segjast alveg eins og er, að ég hef ekki hugmynd um hverjir ættu að koma í staðinn.

Það eru þó nokkrir sem ég myndi vilja skipta út en hvort kominn sé tími á kallinn verður bara að koma í ljós.

En eins og þú veist Siggi að fari flokksmenn að halda áfram að kítast á milli þá endar þetta bara þannig að hann tvístrast og allir fari sínar eigin leiðir.

Hafðu það sem allra best.

kveðja

Arnar Bergur Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:12

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Arnar minn, og gott að heyra í þér.  Ég styð fyrst og fremst hugsjónir flokksins. Meðan flokkurinn beitir sér fyrir því sem hann er stofnaður fyrir styð ég hann. Að óbreyttu er flokkurinn að deyja og mun ekki ná manni á þing. Ég tel að það þurfi að gera róttækar breytingar en ég er ekki til í að ræða það hér á bloggi. En mun minnast á það á miðstjórnarfundinum á laugardaginn. Ég er líka tilbúinn að tala um þetta við þig beint.  Ég er sammála þér í að deilurnar eru búnar að skemma mikið og ég hefði vilja finna lausn á því. 

Hafðu það sem allra best sjálfur og verum í sambandi.

Siggi  

Sigurður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 12:37

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held að Siggi hafi ansi mikið til síns máls, en það er bara ekki nóg að hafa hjartnæma stefnuskrá þegar boðið er upp á eintóm frík í kosningum. Framsókn mun fá það fylgi sem ella hefði farið til Frjálslyndra. En strákar - gleymið Frjálslyndum, þeir eru búnir að vera. Stofnið heldur sjálfir flokk og reynið að finna alminlegt fólk á listana. Nú er lag.

Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 13:29

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sigurður, hér fylgir sjórnarhorn. Neðrimörk. Kreppan vex og þessi mörk lækka. Stofnun alvöru hægri flokks er málið. 

Af þeim sem svöruðu [86%]  lýstu 21% stuðning við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.

Af þeim sem svöruðu kysu 13% Fylkinguna.

Af þeim sem svöruðu kysu 19% Sjálfstæðisflokk.

Af þeim sem svöruðu kysu 32% Stjórnarflokkanna.

66% fastafylgis stjórnarflokkanna stendur á bak við aðgerðir stjórnarflokkanna.

Um 1/5 hluti þjóðarinnar. 1 af hverjum 5. Er það hagsmuna aðilar afætunnar fjármálageirans.

Íslendingar er um 320.000 manns. Höfum við efni á t.d.: Verðbréfahöll, Seðlabanka?  

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 13:38

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Baldur og takk fyrir þitt innlegg.  Líklega hefur þú rétt fyrir þér þá fá allir sitt fram.

Sigurður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 13:51

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Júlíus þetta er skemmtileg pæling. Ég hvorki er né hef áhuga eða hæfileika til að vera atvinnustjórnmálamaður.  Ég gekk í FF af hugsjón en hef orðið fyrir miklum vonbrigðum og er að hugsa hvar og hvernig er best að ná þeim góðu málum fram í þágu þjóðarinnar.

Sigurður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 13:55

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

hæfileika til að vera atvinnustjórnmálamaður

Góður punktur, Sigurður.

Þeir ganga nú kaupum og sölum?

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 13:59

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Siggi, hver veit nema þú gerir mest gagn með því að blogga hér af alhug og vera góður við þína nánustu?

Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 14:02

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frjálslyndi flokkurinn á erindi við islenskan almenning. Stefnuskráin er góð.  það er alltaf spurning um hvort endurnýja þarf forystuna.  'Eg er á því að það þurfi breytingar, en ég er ekki tilbúin til að svar hver miklar breytingar ég er tilbúin í.  Er að skoða mín mál. 

Eins og er tel ég að besta í stöðunni sé að setja á stofn utanþingsstjórn, meðan menn eru að vinna sig út úr vandanum og þangað til kosningar geta farið fram eigi síðar en í vor eða sumar.  Þann tíma þarf Frjálslyndi flokkurinn að nota að hífa sig upp á rassinum ef hann á ekki að missa af lestinni.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 14:35

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baldur, hver veit?

 Rétt hjá þér Ásthildur við höfum alls ekki langan tíma.

Það er algerlega undir okkur komið það mun ekkert koma frá forystunni, hvorki tillögur né ákvarðanir.

Sigurður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 14:47

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr! Baldur.

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 15:42

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara að skilja eftir spor 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 15:47

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Sigurður. Vísa til bloggs míns um fylgisaukningu Framsóknar. Hún
kemur alfarið frá krötum eftir að Framsókn er orðin ESB-flokkur og vill
mynda hörmilega vinstristjórn. Á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála er
hins vegar hrun og upplausn. Ef allt væri eðlilegt ættu Frjálslyndir að sópa
til sín fylgi óánægðra kjósenda frá mið/hægri. Það gerir hann alls ekki, virðist
vera í mikilli tilvistarkreppu og með mjög laskaða ímynd.

Ef Frjálslyndir taka ekki verulega til í sínum málum verðum við  sem
erum þjóðlega boraralega sinnaðir sem viljum allsherjar hreinsun  í stjórn-
sýslu, fjármálakerfi og ríkisstjórn landsins verðum við að stofna nýjan
róttækan borgaralegan flokk á þjóðlegum grunni. Innan Frjálslyndra eru
of skiptar skoðanir, bæði kratar og fyrrverandi kommar. auk ESB-sinna eins og formaður þingflokksins,  sem  ekki eiga  heima í þjóðlegum borgaralegum flokki. Auk þess vantar konur í forystusveit  flokksins, og alveg út í hött að engin kona skuli vera í þingflokknum.

Held að hreinast og best sé að stofna nýjan borgaralegan flokk á þjóðlegum grunni  með skýra stefnu og ákveðna í veigamestu málum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.1.2009 kl. 16:47

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, mér heyrist þið strákarnir vera búnir að því!

Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 16:52

17 Smámynd: Atli Hermannsson.

Frjálslyndum hefur því miður algerlega mistekist að gera sig gildandi sem trúverðugt afl. Í þau skipti sem flokkurinn hefur náð eyrum almennings síðustu árin hefur það oftast verið vegna innri átaka og einhverra furðulegra upphlaupa sem fær fólk til að glotta við tönn frekar en leggja við hlustir.

Flokkurinn hefur þar ofan í kaupin það orð á sér að vera eins máls flokkur þó það sé rangt. Þá er formaður flokksins einhverra hluta vegna aldrei spurður álits eða í umræðunni í þeim djöflagangi sem riðið hefur húsum síðustu mánuði. Ég trúi því varla að hann sé mikið verr að sér um efnahagsmál en Steingrímur J. sem hefur stolið sviðinu.

Um daginn gerði ég óformlega könnun; það er að segja að ég spurði syni mína sem báðir er fullorðnir menn hvað formaður Frjálslyndra héti. Hvorugur mundi það þó annar þeirra hafi getað séð fyrir sér hvernig hann liti út. Því hlýtur stöðubaráttan við pilsnerfylgið að vera innanmein frekar en nokkuð annað. Staðan væri líklega önnur ef flokknum hefði tekist að halda Sigurjóni og Magnúsi inni og bæta Kolbrúnu við í síðustu kosningum. Þá hefði verið hægt að dreifa álaginu betur og ásýnd flokksins væri óumdeilanlega önnur með Kolbrúnu í centernum.

En það þíðir ekki að líta í baksýnisspeglana. Ég lít í átt að ESB á meðan stækir þjóðernissinnar og afturhöld í röðum flokksmanna mega ekki til þess hugsa. Ég segi fyrir mína parta að ég á ekkert sameiginlegt með því fólki - nema auðlindina. Það sem enn heldur mér í flokknum er samhljómur minn með skoðunum Jóns Magnússonar sem er sá eini í þingflokknum sem ég tel vera frjálslyndan umbótasinni með framtíðarsýn. Hver er annars framtíðarsýn formanns flokksins?             

Atli Hermannsson., 22.1.2009 kl. 18:25

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka ykkur öllum saman fyrir athugasemdirnar. Svör ykkar enduróma það sem maður heyrir í þjóðfélaginu. Samt upplifa menn þetta misjafnlega, ef til vill þykir sumum skemmtilegra að tala við viðhlæjendur en gagnrýnendur og taka einvörungu mið af því.  "Mörg eru dags augu".

Sigurður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 20:58

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er það vitlausasta sem hægt er að gera.

Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 21:52

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er nú samt algengara en margur heldur.

Sigurður Þórðarson, 23.1.2009 kl. 00:17

21 Smámynd: Jens Guð

  Hvað er til ráða þegar kallinn í brúnni fiskar ekki - á meðan aðrir drekkhlaða báta sína í hverju kasti? 

Jens Guð, 23.1.2009 kl. 01:40

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jens, það byrjar stundum með því að verða erfitt með að fá mannskap.

Sigurður Þórðarson, 23.1.2009 kl. 10:49

24 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einmitt þess vegna sting ég upp á utanþingsstjórn reyndra, greindra öldunga, sem hafa engu að tapa.

Eða t.d. Vilhjálm yfir bankamálin.

Alveg eins og margir XD gefa upp VG þá býst ég við að margir XSF hafi nú seinast gefið upp XB. ESS og ESB dæmið er ekki komið á hreint.

Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 13:58

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Júllli þú ert alltaf góður!

Sigurður Þórðarson, 23.1.2009 kl. 14:09

26 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kjósendur kunna að svara í sömu mynt. Það verða spennandi kosningaúrslit.

Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 14:51

27 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Er það ekki einsýnt að skipta verður algjörlega um frontinn á flokknum?

Þá meina ég algjörlega, það sem er nánast borðleggjandi í dag er að flokkurinn þurrkast út í næstu kosningum verði ekkert að gert. Ég held að formannsskipti séu ekki nóg það þarf meira til.

Hallgrímur Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband