Siðtæknileg mistök og önnur alvarlegri mistök

Með afsögn Bjarna Harðarsonar, hverfur af þingi þjóðlegur Sunnlendingur, það er skarð fyrir skildi á hinu háa Alþingi því Bjarni er einn núlifandi þingmanna sérfróður um drauga. Bjarni féll í þá freistni að ætla að dreifa nafnlaust gagnrýni á pólitískan andstæðing innan Framsóknarflokksins. En þegar hann  sendi handlangara sínum bréfið áttaði hann sig ekki á að fjölmiðlarnir voru allir merktir bcc (blind copy) sem þýðir að þeir fengu afrit. Bjarna varð sem sagt að falli að hann er ekki jafn sérfróður um tölvur og hann er um drauga. Nema einhver draugur hafi verið að gera honum lífið leitt. 

Bjarni hefur þó framsóknarmaður sé ekki tekið þátt í pólitískri spillingu svo vitað sé. Valgerður hefur aftur á móti unnið þjóð sinni mikið ógagn t.d. þegar hún var bankamálaráðherra og tók virkan þátt í helmingaskipavæðingu bankana.  Hún féll frá kvöðum að tilboðsgjafar yrðu að eiga bankana í minnst 2 ár. Þannig að fyrirtæki í eigu aldraðrar móður samráðherra hennar gat skipt á bréfum í Búnaðarbankanum innan hálfs  mánaðar frá því kaupin voru gerð og fengið bréf í VÍS, sem voru verðmeiri.  Öll þessi "siðtæknilegu" mistök hafa leitt hörmungar yfir þjóðina.   

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur! 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband