Ef herra Karl væri ásatrúar?

Íslendingar hafa í raun aldrei verið kristnaðir, flest eldra fólk trúir á góðar vættir, jafnvel álfa og er forlagatrúar. Siðferðisgildi flestra byggja
að mestu  á heiðnum gildum s.s. drenglyndi, heiðarleik og virðingu fyrir
náttúrunni. Ætli herra Karl yrði verri maður ef hann væri ásatrúar?
mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvert er trúarlegt inntak Ásatrúarinnar?

Sigurður Hreiðar, 24.10.2010 kl. 13:48

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ert þú að meina trúarlegt eða siðferðilegt nafni?

Ég tel trúarlegt inntak koma víða fram í Íslendingasögun og Snorra-Eddu en þó hvergi betur en í Eddukvæðunum einkum Sigurdrífumálum og Völuspá.

 Siðferðisgildin má til dæmis sjá í Hávamálum (Heilræði Óðins) og við dóma á þingum t.d. við Öxará en heiðir menn voru með þing um alla N-Evrópu. "Með lögum skal land byggja og ólögum eyða"  er Vest-norrænt orðtak.  

Sigurður Þórðarson, 24.10.2010 kl. 14:03

3 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Það er sagt að bænin komi á undan öllum trúarbrögðum, að bænin sjálf  sé uppspretta allra trúarbragða, held það sé mikið til í því.  Engin trúarbrögð geta eignað sér eiginleika kærleiks, umhyggju, samkenndar, heiðarleika og sannleiksástar. Kirkjan getur boðað kærleikann en ekki eignað sér eins og að þeir hafi fundið hann upp. Meira að segja skepnur geta sýnt ótrúlega mikinn kærleika og umhyggju án þess að hafa fengið nokkra trúarbragðafræðslu. Áskapað eðli manneskjunar hvort heldur er gott eða illt er ekki hægt að eyrnamerkja neinum trúarbrögðum, þessu tvennu er oft ruglað saman í einn graut.  

Anna Björg Hjartardóttir, 24.10.2010 kl. 14:52

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, Sigurður minn, Íslendingar voru sannarlega kristnaðir. Þú sérð það jafnt á 12. og 14. öld sem þeirri 18. Þjóðtrúin var umframgeta, virkaði vel í myrkri, en þá virkaði líka bænin og signingin vel á móti.

Jón Valur Jensson, 24.10.2010 kl. 14:56

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gott siðferði fylgir ævinlega góðu fólki. Svo einfalt er það. Annað mál og erfiðara er svo hitt að öll vitum við að ævin er stutt og þá versnar nú íðí! Við viljum ekki deyja fyrir fullt og allt og þá förum við að leita að einhverjum hálmstráum trúarbragða sem fullvissa okkur um líf eftir dauðann.

Skárst finnst mér trú múslimanna sem heitir 10 hreinum meyjum eftir dauðann handa þeim sem deyja píslardauða. Spurningin er svo hversu lengi þessar hreinu meyjar verða hreinar og hvort pakkinn sé endurnýjaður daglega eða vikulega?

Svo er líka spurning hvern andsk. maður eigi að gera við allar þessar hreinu meyjar.....kannski koma þeim í verð? 

Hvernig fer ég að því að deyja píslardauða á Íslandi?

En svona í alvöru. Var hún bara ekki einföld lausnin sem Þorkell Máni lögsögumaður fann á dauðastundinni?

Hann lét bera sig út fyrir dyr og fól sig á vald þeim er sólina hafði skapat.

Matthías Jochumsson ráðlagði okkur Skagfirðingum heilt þegar hann sagði í kvæðinu: "....Meðan tíminn tæpi líður/ trúðu þeim er skapti sól."

Árni Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 15:06

6 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Allar bænir byggðar á kærleika virka vel, Kristur líkt og margir aðrir boðaði "almættið" sem allt umvefjandi og kjarnann í sálu hvers manns. Kirkjan mætti leggja meiri áherslu á það.  Sömuleiðis að hugleiða aðeins að þegar enginn er æðri neinum þá á sama augnabliki leysist sá leiði vandi að einhver sé óæðri - þetta tvennt er óaðskiljanlegt. Virðing og samkennd myndi eflaust aukast mikið við það.

Það er rík þörf á að almenningur og kirkjan í sameiningu yfirfari merkingartúlkun kirkjunnarmanna á helstu atriðum Biblíunar.

Anna Björg Hjartardóttir, 24.10.2010 kl. 15:17

7 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Takk Árni fyrir skemmtilegt innlegg, lausnin hans Þorkels Mána að láta bera sig út í sólskinið er frábær - virðist vera dauðdagi fullur af þakklæti. 

Anna Björg Hjartardóttir, 24.10.2010 kl. 15:32

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kristni og Ásatrú er arfur okkar þjóðmenningar og sem slíkar eiga rétt á
virðulegum sess í okkar þjóðlífi. Vill að kristni haldi sinni stöðu enda yfir
90% þjóðarinnar kristin. Þjóðkirkjan er varinn í stjórnarskrá. Ásatrú á að
njóta sömu virðingar enda frummenning okkar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.10.2010 kl. 15:58

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég var að spyrja um trúarinntak Ásatrúar en ekki siðfræði. Kann einhver ásatrúarbæn, t.d.? Eða er bænalíf ómerkilegt fyrirbæri? -- Ekki nóg að segja mér að eitthvað komi fram einhvers staðar. Segðu mér hvernig ásatrú virkar nú til dags sem trúarbrögð, Sigurður. Hvað er þar tilbeðið og hvernig?

Skemmtilegt þetta með hreinu meyjarnar, Árni. Þær eru ugglaust ágætar, en ætli sé ekki eins og segir í gömlum söng: „en englameyjar eru sjálfsagt alltof saklausar“. Og satt að segja er Islam einu svokölluðu trúarbrögðin sem raunverulega óttast (hafandi dvalið í múslímalandi um skeið). Fyrir utan þessi sérkennilegu nýju trúarbrögð sem kalla sig Vantrú.

Sigurður Hreiðar, 24.10.2010 kl. 16:29

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka ykkur fyrir  ágætu vinir mínir. Ég var í barnaafmæli og því fjarri góðu gamni í þessarar umræðu.  Það er gamall og góður siður Jón að signa sig og góðu heilli hafa kristnir menn haldið honum við, þannig er raunar með flesta góða siði, þeir halda sér þó trúarbrögðin skipti um nafn. 

Trúarbrögð kenna mönnum að meta æðri gildi en trúarbragðakarp er óþarft eð hvaða niðurstöðu skyldi það leiða til þegar sannfærðir þrasa um hvað sá guð hét sem skapaði sólina?

Ég hef lítilsháttar lesið um búddisma, en meginþættir hans eru viska, trúmennska, kjarkur og mannkærleikur.  

Því betur sem ég hef kynnt  mér þetta sé ég að búddisminn er mannbætandi. Það sama má vafalaust segja um fleiri mannúðar- og trúarhreyfingar. 

Sigurður Þórðarson, 24.10.2010 kl. 16:50

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll nafni og takk fyrir spurningarnar.  Það sem þú kallar " biðja bænir" myndi ég frekar kalla "að ragna" (þ.e. nefna Rögnin á nafn, blóta er annað hugtak sbr. blæti.  Í þeim trúarbrögðum sem ég þekki leita menn til æðri máttarvalda þegar vofveiflega atburði ber að s.s. veikindi barns eða dauða.  Lestu Sigurdrífumál. 

Skyldu meyjarnar vera til skrauts eða brúks? Ég verð að spyrja vin minn Salmann Tamini að þessu.

Sigurður Þórðarson, 24.10.2010 kl. 17:03

12 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þakka fyrir þetta.

Svolítið síðan ég hef lesið Sigurdrífumál og skal vissulega bæta úr því innan tíðar. En ef minni mitt er einhvers virði þar um tel ég að þar sé fyrst og fremst skírskotað til siðfræði en trúin látin liggja milli hluta.

Er annars auðgert að skilja alltaf á  milli trúar og siðar? Mér líst tam. ekki á ef trúfælingar nútímans í íslensku samfélagi létu af kristnum siðum.

Sigurður Hreiðar, 24.10.2010 kl. 17:31

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri nafni, trú og siður eru tvö nöfn yfir sama hugtakið. Bænir og siðfræði er aftur á móti ekki það sama.  Góð hugmynd hjá þér að rifja upp Sigurdrífumál.

Sigurður Þórðarson, 24.10.2010 kl. 17:53

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er einhver þörf á að skilgreina og takast á um trú og siði  annars fólks?

Jú, vissulega ef brotið er á okkur af völdum þessa fólks og þá í tengslum við trúarathafnir þess eða okkar trúarathafnir.

Sjálur er ég trúlaus í eiginlegum skilningi utan að ég leyfi mér að taka hinn gamla lögsögumann Kjalnesinga mér til fyrirmyndar.

En þetta inngrip mannréttindaráðs eða hvað sem fyrirbæri Margrétar Sverrisdóttur heitir er mér ekki að skapi. Og fremur er það brot á mannréttindum en öfugt.

Árni Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 18:15

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þér Árni frændi.

Ég get ekki séð að fermingarfræðsla hafi skaðað nokkurn en viðurkenni að mér leiðist biskupinn frekar. 

Sigurður Þórðarson, 24.10.2010 kl. 19:05

16 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Siggi.

Ekki er ég þér sammála um það að Íslendingar hafi ekki verið kristnaðir.

Ég tel þvert á móti að hið kristna samfélag standi sterkum fótum hér á landi, þar sem grundvallarvirðing fyrir sannleikanum er forsenda alls sem á eftir kemur, s.s. kærleika og virðingar.

Notkun sannleikans skiptir þar meginmáli og virðingin fyrir náunganum spurning um eigin sjálfsvirðingu í raun, þar sem það að baktala náungan jafngildir því að skemma sjálfsvirðinguna.

Trúin á nátturuna er manninum samofin og líf okkar í landinu gegnum aldirnar óhjákvæmilegur hluti af lífi okkar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.10.2010 kl. 23:22

17 identicon

" Ætli herra Karl yrði verri maður ef hann væri ásatrúar?"  Nei, örugglega ekki. En þessi uppskrúfaða "herrun" félli framan af nafninu hans.  Það væri til bóta.

Gunnar Geirsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 00:03

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Gurún.

 Ég hef líklega tekið of stórt upp í mig.

 Hvað sem því líður erum við sammála um lífsgildin og nauðsyn þess að kenna börnum náungakærleik og góð gildi. 

Ég geymi trommuna fyrir þig.

Sigurður Þórðarson, 25.10.2010 kl. 00:15

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skemmtileg eru skrif Árna Gunnarssonar, ekki nýtt í kyni séra Árna á Stóra-Hrauni. Þó finnst mér skaði, að honum hafi ekki enzt góð ævi betur en þetta til að nálgast virkilegan kristindóm. Afstaða Þorkels mána er í bezta falli dæmi um anonýman kristindóm, sem hinn kaþólski prófessor Karl Rahner, SJ, kallaði svo.

Jón Valur Jensson, 25.10.2010 kl. 06:07

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ágæti Jón Valur! Í mínum huga er gott samfélag leitandi og umburðarlynt. Mér er drumbs með allar tilraunir í þá átt að hlaða fólki í einhverjar hillur eftir trúarskoðunum. En ég er jafnframt fordómafullur.

Ég fordæmi þá sem sjá ekki annan tilgang í lífinu fyrir sjálfa sig og aðra en það tilgangsleysi sem felst í þeim úrkynjaða þankagangi að peningar séu æðsta takmark lífsins.

Ég ber takmarkalausa virðingu fyrir sköpunarverkinu og höfundi þess eins og flestir þeir vita sem hafa fylgst með viðhorfum mínum til náttúrunnar. Eiginlega finnst mér best að vita ekki hver þessi mikli höfundur er.

Og þegar land-og þjóðníðingar fara hamförum við að "nudda sér utan í Krist" eins og mörg dæmi eru um þá hitnar mér í hamsi.

Þú ert ekki í þessum hópi Jón Valur. 

Árni Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 13:24

21 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sköpunarsaga Ásatrúar er t.d. miklu jafnréttissinnaðri og heilbrigðari en sú í Biblíunni. Askur og Embla búin til samtímis sem eitt par, "unit", hvort fyrir annað.

Meðan Adam var búinn til sem frumeintak og Eva svo eftirá, sem "accessory", úr einu rifi úr hans síðu.

Svo við förum nú ekki út í froðuna sem svo fylgir í sögunni um Adam og Evu, skilningstréð, epli viskunnar, þjáningarnar sem voru "refsing" fyrir að kjósa viskuna. Hvert er inntakið í svona vitleysu? "Sælir eru fáfróðir" ?

Skeggi Skaftason, 25.10.2010 kl. 16:46

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Skeggi, þú ert bara að misskilja hlutina, t.d. staðreynd hins fallna eðlis okkar. Og svo virðistu aðeins hafa tekið eftir einni sköpunarsögu mannsins í 1. Mósebók (2.4 o.áfr. og 2.18-24). Hin gerðin, ólík, þar sem þau eru bæði sköpuð í einu, er í I. Mós. 1.26-31: "Þá sagði Guð: ?Vér viljum gera manninn eftir vorri mynd, líkan oss. Hann skal drottna yfir fiskum sjávarins, fuglum loftsins, búfénu, villidýrunum og allri jörðinni og öllum skriðdýrum sem skríða á jörðinni.? Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu. Guð blessaði þau. Og Guð sagði við þau: ?Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina, gerið ykkur hana undirgefna og ríkið yfir fiskum sjávarins og fuglum himinsins og öllum dýrum sem hrærast á jörðinni.? Og Guð sagði: ?Nú gef ég ykkur allar sáðjurtir jarðarinnar og öll aldintré sem bera ávöxt með fræi. Þau skulu vera ykkur til fæðu. Og öllum dýrum jarðarinnar, öllum fuglum himinsins, öllum skriðdýrum jarðarinnar, öllu sem hefur lífsanda í sér, gef ég öll grös og jurtir til fæðu.? Og það varð svo. Og Guð leit allt sem hann hafði gert, og sjá, það var harla gott."

Kærar þakkir fyrir svarið, Árni. Sannarlega er þín trú trú upprétts manns, og aldrei neitaði ég því. Það er þó meira efni í kristinni trú, og okkur leyfist að trúa meira en þið Þorkell máni leyfið ykkur.

Jón Valur Jensson, 25.10.2010 kl. 18:45

23 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sæll Sigurður.

Þetta var góð ábending.  Íslendingar eru "kristnir" frá fornu fari vegna pólítískrar ákvörðunar Alþingis og ekkert annað.  Ríksikirkjan íslenska, eða "Þjóðkirkjan" eins og þeir kjósa að kalla sig hafa í raun hvorki nokkuð með "kriststrú" né "guðstrú" að gera.  Í trúarjátningunni segir m.a., "ég trúi á hina heilögu kristilegu kirkju..."  Trúa á Guð er OK.  Að trúa á KIRKUNA !?! er ekkisins bull.  Ég er sjálfur sannkristinn og trúi að hætti barnstrúarinnar minnar sem amma mín kenndi mér.  Í kirkju fer ég ekki lengur, þangað er ekkert að sækja nema bull og vitleysu, fordóma og hroka.

Kristur sagði m.a.: "Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki......." og "Sá sem ekki trúir eins og barn, mun ekki í Himnaríki komast."  Nú er aftur á móti búið að gera trúna að vísindagrein sem komin er á háskólastig hér á landi og í Róm fjármálaveldi á borð við Vatíkanið.

Ég spyr:  "Ef Kristur kæmi aftur til jarðar og gengi inn í Hallgrímskirkjuna eða í Péturskrikjuna í Róm (Vatíkanið), myndi hann vita hvar hann væri eða til hvers þessar byggingar væru þarna???? 

Ég les einnig frekar Hávamál frekar en hrykllings morðsögur Gamla Testamentisins, sem ætti í raun að banna.  Þar er verri boðskaður heldur en nokkurntíma í Kóraninum að sögn mér fróðari manna.

Mbkv,  Björn bóndi    

Sigurbjörn Friðriksson, 25.10.2010 kl. 21:28

24 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Valur,

en hvernig á sanntrúaður að vita hvor sköpunarsagan er sú rétta?

Alla vega, sagan af skilningstrénu og eplinu er ósköp vitlaus og með öfugsnúin boðskap. Það finnst mér.

Skeggi Skaftason, 25.10.2010 kl. 23:17

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þær eru báðar réttar. Þær væru ekki settar í sömu bókina, i samliggjandi kafla, nema af því að þær ganga upp hvor við aðra. Þessi framsetning hlutanna á líka að gefa okkur skýrt til kynna, að það er ekki í vísindalegum nútímastíl verið að segja frá, heldur er frásagnarhátturinn líkari ljóðmáli, enda er mjög margt í Ritningunni beinlínis í ljóðformi. Þú tekur ekki allt orðfæri ljóðs bókstaflega, heldur reynir að tileinka þér það með andlegri sýn.

Jón Valur Jensson, 26.10.2010 kl. 01:16

26 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nafni,

nú er ég búinn að lesa Sigurdrífumál upp á nýtt -- en vantar enn svar við upphaflegu spurningunni:

Hvert er trúarlegt inntak Ásatrúar?

Sigurður Hreiðar, 26.10.2010 kl. 11:27

27 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Og spurning til Skeggja: Hvað er að vera sanntrúaður?

Sigurður Hreiðar, 26.10.2010 kl. 11:28

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir fjörugar umræður.

 Sæll nafni. Trúarlegt inntak ásatrúar (ásatrú er nýtt hugtak) er náttúan sjálf.

Sigurður Þórðarson, 26.10.2010 kl. 17:06

29 identicon

Trúarlegt inntak ásatrúar er að hegða sér eins og maður, kunna sig, verða sér ekki til skammar.  Mörg dæmi eru þess, sérstaklega í Hávamálum.  Trúarlegt inntak Ásatrúar er þess vegna kallað; "vor siður"

Ég neita því að kristni henti okkur íslendingum eða sé í takti við raunverulegt inntak þjóðarinnar; þessi höfuðáhersla á hefnd, ofstæki, synd sem er í biblíunni á ekki við nútímamanninn.  Ásatrú er okkur mun eðlislægari að mín mati.  Hver samsvarar sig við þetta td:

Jesú segir:
"(Matteus 10.34) Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. (10.35) Ég er kominn að gjöra son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. (10.36), Og heimamenn manns verða óvinir hans. (10.37), Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður. (10.38), Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. (10.39) Sá sem ætlar að finna líf sitt, týnir því, og sá sem týnir lífi sínu mín vegna, finnur það."

 

Jesú segir,
"(Matteus 5.32), En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína nema fyrir hórsök, verður til þess að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór."

 

Jesú segir:

26Ég segi yður: Hverjum sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur. 27En þessa óvini mína, sem vildu ekki að ég yrði konungur yfir sér, færið þá hingað og höggvið þá frammi fyrir mér."

Lúkasarguðspjall 19:27

 

Matteusarguðspjall 15:22-28 

22Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: "Miskunna þú mér, herra, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af illum anda."    23En hann svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: "Láttu hana fara, hún eltir oss með hrópum."    24Hann mælti: "Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt."    25Konan kom, laut honum og sagði: "Herra, hjálpa þú mér!"

 26Hann svaraði: "Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana."

27Hún sagði: "Satt er það, herra, þó eta hundarnir mola þá, sem falla af borðum húsbænda þeirra."

28Þá mælti Jesús við hana: "Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt." Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu.

Þarna eru Kanverjar “óhreinir” og konan varð að kalla sjálfa sig og kynstofn hunda til þess að dóttir hennar fái lækningu.  Og það var sjálfur frelsari mannana sem svo kom fram.  Ekki allir kynstofnar jafnir í augum frelsarans er það?

 

(Leviticus 25:44-46):

44Viljir þú fá þér þræla og ambáttir, þá skuluð þér kaupa þræla og ambáttir af þjóðunum, sem umhverfis yður búa. 45Svo og af börnum hjábýlinga, er hjá yður dvelja, af þeim skuluð þér kaupa og af ættliði þeirra, sem hjá yður er og þeir hafa getið í landi yðar, og þau skulu verða eign yðar. 46Og þér skuluð láta þá ganga í arf til barna yðar eftir yður, svo að þau verði eign þeirra. Þér skuluð hafa þau að ævinlegum þrælum. En yfir bræðrum yðar, Ísraelsmönnum, skuluð þér eigi drottna með hörku, einn yfir öðrum.

  Gott innlegg í innflytjendamálin??

 

Devteronomium 7:1-5:

1Þegar Drottinn Guð þinn leiðir þig inn í landið, sem þú heldur nú inn í til þess að taka það til eignar, og hann hefir stökkt burt undan þér mörgum þjóðum: Hetítum, Gírgasítum, Amorítum, Kanaanítum, Peresítum, Hevítum og Jebúsítum, sjö þjóðum, sem eru fjölmennari og voldugri en þú, - 2og er Drottinn Guð þinn gefur þær á vald þitt og þú sigrast á þeim, þá skalt þú gjöreyða þeim. Þú skalt eigi gjöra sáttmála við þær né sýna þeim vægð. 3Og eigi skalt þú mægjast við þær. Þú skalt hvorki gefa sonum þeirra dætur þínar né heldur taka dætur þeirra til handa sonum þínum. 4Því að þær mundu snúa sonum þínum frá hlýðni við mig og koma þeim til að dýrka aðra guði. Mundi reiði Drottins þá upptendrast í gegn yður og hann eyða þér skyndilega. 5Heldur skuluð þér svo með þá fara: Þér skuluð rífa niður ölturu þeirra, brjóta í sundur merkissteina þeirra, höggva sundur asérur þeirra og brenna skurðgoð þeirra í eldi.

(Leviticus 24:16):

Og sá er lastmælir nafni Drottins, skal líflátinn verða. Allur söfnuðurinn skal vægðarlaust grýta hann. Hvort heldur er útlendur maður eða innborinn, lastmæli hann nafninu, skal hann líflátinn.

(Exodus 35:2) 7Þegar maður selur dóttur sína að ambátt, skal hún ekki burt fara á sama hátt sem þrælar. 8Geðjist hún eigi húsbónda sínum, sem ætlað hefir hana sjálfum sér, þá skal hann leyfa að hún sé leyst. Ekki skal hann hafa vald til að selja hana útlendum lýð, með því að hann hefir brugðið heiti við hana. 9En ef hann ætlar hana syni sínum, þá skal hann gjöra við hana sem dóttur sína. 10Taki hann sér aðra konu, skal hann ekki minnka af við hana í kosti eða klæðnaði eða sambúð. 11Veiti hann henni ekki þetta þrennt, þá fari hún burt ókeypis, án endurgjalds.

(Exodus 35:2) 2,Sex daga skal verk vinna, en sjöundi dagurinn skal vera yður helgur hvíldardagur, hátíðarhvíld Drottins. Hver sem verk vinnur á þeim degi, skal líflátinn verða.

Lúkas 14:24 Að segja skilið við allt

25Mikill fjöldi fólks var honum samferða. Hann sneri sér við og sagði við þá: 26"Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn. 27Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér, getur ekki verið lærisveinn minn.

 

Mt 13:40-42

Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.

 

 

 

"Samaría fær að gjalda þess, að hún hefir sett sig upp á móti Guði sínum. Fyrir sverði skulu þeir falla, ungbörnum þeirra skal slegið verða niður við og þungaðar konur þeirra ristar verða á kvið."
"Svo segir Drottinn allsherjar: Ég vil hefna þess, er Amalek gjörði Ísrael, að hann gjörði honum farartálma, þá er hann fór af Egyptalandi. 3Far því og vinn sigur á Amalek og helgaðu hann banni og allt, sem hann á. Og þú skalt ekki þyrma honum, heldur skalt þú deyða bæði karla og konur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauðfé, úlfalda og asna"

"Drepið því öll piltbörn. Drepið og allar þær konur, er samræði hafa átt við karlmann, en látið öll stúlkubörn, er eigi hafa átt samræði við karlmann, lifa handa yður."

 

Drepið fólk sem vill ekki hlusta á presta
“En ef nokkur gjörir sig svo djarfan, að hann vill eigi hlýða á prestinn, sem stendur þar í þjónustu DROTTINS Guð þíns, eða á dómarann - sá maður skal deyja.” [Fimmta Mósebók 17:12 ]

Drepið “nornir”
“Eigi skalt þú láta galdrakonu lífi halda” [Önnur Mósebók 22:18]
Drepið Samkynhneigða
“Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða” [Þriðja Mósebók 20:13]

Drepið Spákonur/menn“Hafi maður eða kona særingaranda eða spásagnaranda, þá skulu þau líflátin verða. Skal lemja þau með grjóti, blóðsök hvílir á þeim.” [Þriðja Mósebók 20:27]

Guð fyrirskipar að brenna skuli menn
[Guð Drottinn talar] "En þann skal brenna í eldi, sem hið bannfærða finnst hjá, svo og allt, sem hann á, því hann hefur rofið sáttmála DROTTINS og framið óhæfuverk í Ísrael." [Jósúabók 7:15]

“Brennið þá sem trúa ekki á mig”
"Varmenni nokkur eru upp kominn þín á meðal, og hafa þau tælt samborgara sína og sagt: `Vér skulum fara og dýrka aðra guði, þá er þér þekkið ekki´, þá skallt þú rækilega rannsaka það, grenslast eftir og spyrjast fyrir, og ef það reynist satt vera, að slík svívirðing hafi framin verið þín á meðal, þá skallt þú fella íbúa þeirrar borgar með sverðseggjum, bannfæra borgina og allt sem í henni er, og fénaðinn í henni með sverðseggjum. Allt herfangið úr henni skalt þú bera saman á torgið og brenna síðan borgina og allt herfangið í eldi sem eldfórn DROTNI GUÐI þínum til handa, og hún skal verða ævarandi rúst og aldrei framar endureist verða. Og ekkert af hinu bannfærða skal loða við hendur þínar, til þess að að DROTTINN megi láta af hinni BRENNANDI REIÐI sinni og auðsýni þér miskunsemi, og til þess að hann miskuni þér og margfaldi þig , eins og hann sór feðrum þínum, er þú hlýðir raustu DROTTINS GUÐS þíns með því að verðveita allar skipanir hans, þær er ég legg fyrir þig í dag, og gjörir það sem rétt er í augum DROTTINS GUÐS þíns. [Fimmta Mósebók 13:13-19]

 

Um foreldravaldið

18Ef maður á þrjóskan son og ódælan, sem eigi vill hlýða föður sínum og móður, og hann hlýðnast þeim ekki að heldur, þótt þau hirti hann, 19þá skal faðir hans og móðir taka hann og fara með hann til öldunga borgar hans, að borgarhliðinu, þar sem hann á heima, 20og segja við öldunga borgar hans: "Þessi sonur okkar er þrjóskur og ódæll og vill ekki hlýða okkur, hann er svallari og drykkjurútur." 21Skulu þá allir borgarmenn lemja hann grjóti til bana. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér, og allur Ísrael skal heyra það og skelfast. (Fimmta mósesbók 21:18)

Sifjaréttarákvæði

13Nú gengur maður að eiga konu, en fær óbeit á henni, er hann hefir samrekkt henni, 14og ber á hana svívirðilegar sakir og ófrægir hana og segir: "Ég gekk að eiga þessa konu, en er ég kom nærri henni, fann ég ekki meydómsmerki hjá henni," 15þá skulu foreldrar stúlkunnar taka meydómsmerki hennar og fara með þau til öldunga borgarinnar í borgarhliðið, 16og faðir stúlkunnar skal segja við öldungana: "Dóttur mína gaf ég þessum manni að eiginkonu, en hann hefir óbeit á henni. 17Nú ber hann svívirðilegar sakir á hana og segir: ,Ég fann eigi meydómsmerki hjá dóttur þinni.' En hér eru sannanir fyrir meydómi dóttur minnar!" Og þau skulu breiða út rekkjuklæðið í augsýn öldunga borgarinnar.

18Og öldungar borgarinnar skulu taka manninn og refsa honum, 19og þeir skulu gjöra bætur á hendur honum, hundrað sikla silfurs, og greiða þá föður stúlkunnar, fyrir það að hann ófrægði mey í Ísrael. Og hún skal vera kona hans, honum skal eigi heimilt að skilja við hana alla ævi sína.

20En ef það reynist satt, og sönnur verða eigi á það færðar að stúlkan hafi hrein mey verið, 21þá skal fara með stúlkuna að húsdyrum föður hennar, og borgarmenn skulu lemja hana grjóti til bana, því að hún hefir framið óhæfuverk í Ísrael, með því að hórast í föðurgarði. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér.

22Ef maður er staðinn að því að liggja hjá konu annars manns, þá skulu þau bæði deyja, maðurinn, sem lá hjá konunni, og konan sjálf. Þannig skalt þú útrýma hinu illa úr Ísrael.

23Nú er mey manni föstnuð, og karlmaður hittir hana innan borgar og leggst með henni, 24þá skuluð þér leiða þau bæði að borgarhliðinu og lemja þau grjóti til bana, stúlkuna vegna þess að hún kallaði ekki, þó að hún væri inni í borginni, og manninn vegna þess að hann spjallaði konu náunga síns. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 17:15

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orð Jesú, sem Þórður Áskell Magnússon vitnaði hér til, fjalla ekki um HEFND.

Það er undarlegt að lesa þessi orðs Þórðar: "þessi höfuðáhersla á hefnd, ofstæki, synd sem er í biblíunni á ekki við nútímamanninn. Ásatrú er okkur mun eðlislægari að mínu mati."

Kannast Þórður ekki við hefndarskylduna í lögum heiðinna manna á Íslandi á 10. öld? – allt upp í 5. lið! En postuli Krists segir: "Hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að." Það er því ekki kristilegt að hefna sín, sbr. orð Krists: "En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina." Þetta er það kristna siðferði, sem bæði Nietzche og Hitler fyrirlitu.

Hef ekki til að svara öðru frá Þórði, minni þó á, að Nýja testamentið er trúarbók kristinna manna umfram það gamla; siðferði Krists á að ríkja, ekki það sem tímabundið var boði eða leyft ísraelsþjóð að fornu.

Jón Valur Jensson, 26.10.2010 kl. 18:07

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nietzsche!

Jón Valur Jensson, 26.10.2010 kl. 18:08

32 identicon

Jón Valur Jensson, hér er smá hefnd fyrir þig, bara úr boðorðunum!  Þau hljóta nú að teljast til kristinnar trúar er það ekki?

2.    "Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.

Mér finnst þetta ansi hefnigjarnt, þriðji og fjórði liður???

 2

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 18:39

33 identicon

Og svo er hann Jens Valur svolítill heiðingi inn við beinið.  Það munar nefnilega eiginlega engu að hann trúi á Horus, Díónýus, Attis, Krishna, Nitra ofl.

Sjá:

Horus 3000 fyrir Krist
Fæddur 25. des, sama dag og Jesús
Eingetinn, eins og Jesús
Kennari 12 ára, eins og Jesús
Skýrður 30 ára, eins og Jesús
Gekk á vatni, eins og Jesús
Læknaði sjúka, eins og Jesús
Var krossfestur, vá líka eins og Jesús
Var dáinn í þrjá daga og reis síðan upp, nei bíðiði við, líka eins og Jesús!
_________________________________
Díónýsus 500 Fyrir krist
Allt það sama og hérna að ofan nema hvað þessi breytti líka vatni í vín. Kunnuglegt eða hvað?
_________________________________
Síðan koma þeir í röðum náungarnir þar sem sagan er nákvæmlega eins eða með litlum blæbrigðamun.
Attis 1200 fyrir Krist, eingetinn og fl.
Krishna 900 fyrir Krist, eingetinn og allt það sama og að ofan
Nithra 1200 fyrir Krist, gekk líka í gegn um allt það sama og að ofan, hann var kallaður naut (Jesús var kallaður lambið) og ljósið og blóð úr nauti var notað til drykkjar sem tákn um blóð hans eftir að hann dó. Kunnuglegt.
Svo má nefna það að sumir af þessum sögupersónum fengu heimsókn þriggja vitringa úr austri sem gáfu þeim gjafir þegar þeir fæddust.
_________________________________

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 18:54

34 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi sæti!

Úff ég veit ekki hvort Séra Karl væri betri ef hann væri Ásatrúarmaður.

Við eigum ekki að trúa á menn. Mennirnir eru breyskir og margir hafa með líferni sínu komið höggi á  kærleiksboðskap Jesú Krists.

Framar ber að hlýða Guði en mönnum.

http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/455586/

Þórður- syndir feðrana koma niður á börnunum. Hefur þú aldrei séð það?

Svo er nú oft sjúkdómar sem erfast og það oft í marga liði.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2010 kl. 19:11

35 identicon

Rósa.  Þannig að systkyni mín tvö sem dóu vegna erfðarsjúkdóms dóu vegna hefndar guðs vegna brota forfeðra þeirra.

Svo ertu hissa að við viljum ekki að þesi viðbjóður sé kenndur í barnaskólum?

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 20:03

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þórður Áskell Magnússon, þú hefur ekki skilning á hinum helgu ritningum. Og ég benti þér á, að kristnum mönnum er bannað að hefna sín, en fælinn ertu, fælist sannleikann, vilt ekkert viðurkenna.

Ég neita alls ekki textanum um hefnd Guðs. Þetta er líka hjá Páli. En enginn hefnarhugur er þó í Guði. Biblían talar margsinnis í óeiginlegum, anþrópómorfískum ("manngervingar-") hugtökum um Guð, en ekki af því að hann sé mannlegur, heldur af því að menn ná ekki að skilja andlegan veruleika sem slíkan til fulls né auðveldlega, og Guð kemur til móts við það í opinberun sinni með því að setja boðskapinn í mannlegan búning. Talað er um hefnd Guðs ratione adiuncti, þ.e. vegna þess, sem menn upplifa í tengslum við refsingu Guðs: ófarir mannsins, verðug málalok, laun syndanna; og menn eru vanir að upplifa slíkt í tengslum við þær athafnir manna, sem þeir vinna í hefndarskyni, athafnir sem tryggja þeim hefnd vegna fyrri misgerða annarra.

Þetta er ekki frá mér komið, heldur stöðug túlkun kaþólskra guðfræðinga miðalda og fyrr.

En þú getur haft þitt: að Guð leyfi sér að refsa fyrir syndir, það er rétt, og kristnir menn neita því ekki. Að syndir manna koma jafnvel niður á afkomendum þeirra í 3. og 4. lið, það er almennt þekkt staðreynd – jafnvel í akademíu félagsfræðinnar. Feður hafa áhrif á börn sín og barnabörn, og þau hafa áfram áhrif á sín börn. Sé faðir gerspilltur – t.d. í mafíunni – verður það yfirleitt eins og auka-erfðasynd innan fjölskyldunnar og kemur afkomendum hans í koll.

Minnztu þess líka, að Nietzsche og Hitler voru hrifnir af ... norrænni, heiðinni siðfræði, alls ekki kristinni!

Svo er þetta Horusartal þitt og Díonýsuss tóm tjara og tilbúningur í öllum veigamestu atriðum. Lestu um það o.m.fl. gott í væntanlegri bók, Jesús frá Nazaret eftir ... Benedikt páfa XVI. Kemur út fyrir jólin.

Jón Valur Jensson, 26.10.2010 kl. 21:04

37 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Þórður skrifar:"Rósa.  Þannig að systkini mín tvö sem dóu vegna erfðarsjúkdóms dóu vegna hefndar guðs vegna brota forfeðra þeirra.

Svo ertu hissa að við viljum ekki að þessi viðbjóður sé kenndur í barnaskólum?"

Ég trúi því ekki að móðir mín hafi dáið vegna hefndar Guðs. Hún og frænka hennar dóu úr sama sjúkdómi. Ég trúi ekki að systkinin þín hafi látist vegna hefndar Guðs

Aftur á móti trúi ég á tilvist hins Illa og í ritningunni stendur um hann:  "Þjófurinn (Satan)kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég (Jesús) er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð." Jóh. 10:10.

Ég skrifaði áðan: "Þórður- syndir feðrana koma niður á börnunum. Hefur þú aldrei séð það?" ég var t.d. að hugsa um líferni eins og alkólisma. Börn sem alast upp við alkólisma líða mörg hver þjáningar vegna þessa, bæði sem börn og einnig eftir að þau eru fullorðin - þannig var ég að hugsa um þetta. Það er ýmislegt sem fólk aðhefst þegar þau hafa Bakkus með í för sem er syndsamlegt.   Boðorðin tíu eru oft brotin t.d. að drýgja hór - halda framhjá maka sínum og fjölskyldan splundrast.

Svo í næstu línu talaði ég um erfðasjúkdóma. Ekki blanda þessu saman.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2010 kl. 23:42

38 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það fór nú ekki illa á með Satan og Jesú Kristi þegar þeir voru saman í eyðimörkinni, var það ekki 30 eða 40 daga?  Svo gengu þeir saman upp á fjall og ræddu saman. Jesú bar honum ekki illa söguna, sagði að hann hefði boðið sér eitt og annað en Jesú neitaði samt að tilbiðja hann.

Mér skilst að Guð faðir Krists vilji bara láta tilbiðja sig og að honum sé hálf illa við alla aðra guði þ.m.t. Satan því hann var engill, sjálfur Ljósberinn sem fór út í sjálfstætt og stofnaði sitt ríki hér á Jörðu en ekki í neðra eins og sumir halda fram í dag. 

Sigurður Þórðarson, 27.10.2010 kl. 09:08

39 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég er nú bara svo öldungis hlessa! -- að sjá hve fólk getur hengt sig á skrifaðan texta og sína eigin túlkun á honum eins og hann sé eitthvert óhagganlegt fyrirbæri og engin önnur túlkun sé til eða réttlætanleg. Þetta er sannkölluð bókstafstrú -- og kann varla góðri lukku að stýra.

Spurningar:

Hvaða er hefnd? Hvað er refsing?

Hvort er meira áberandi í kristnu trúarinntaki -- og þá meina ég ekki bara lúterska þjóðukirkjukristni -- hefnd/refsing eða fyrirgefning?

Er einhver kredda eða bábilja til sem ekki er hægt að heimfæra einhvern biblíutexta upp á, sé hann þannig túlkaður og/eða rifinn og slitinn úr öðru samhengi?

Sigurður Hreiðar, 27.10.2010 kl. 12:04

40 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Árið 1000 urðu Íslendingar rétttrúnaðarkristnir til að halda frið við Ólaf Tryggvason sem hótaði að hafnbanni, innrás og að skera undan nokkrum ungum Íslendingum. 56 árum seinna var Íslendingum sagt að verða kaþólskir og allir urðu kaþólskir. Upp úr miðri 16dándu öld var síðan öllum skipað að verða lútherstrúar. Er ekki kominn tími til að Íslendingar ákveði sjálfir hverju þeir vilja trúa ? Flest erum við trúuð þó við trúum ekki á biblíuna eða kreddur ens og nafni segir.

Sigurður Þórðarson, 27.10.2010 kl. 13:23

41 Smámynd: Sigurður Hreiðar

biblían er hin besta bók ef hún er lesin eins og bók þó ekki beri að taka þar allt bókstaflega fremur en í öðrum bókum. Leiðist þó alltaf heldur að Gamla testamentinu skuli vera haldið að okkur sem einhvers konar kristnum fræðum, þó þar séu líka margar skemmtilegar sögur og jafnvel umhugsunarverðir pistlar.

Íslendingar hafa löngum ákveðið sjálfir á hvað þeir vilja trúa og líka hverju þeir vilja trúa, hver fyrir sig, eftir því sem þeir hafa haft forsendur til. Enda hefur sosum enginn verið að skipta sér af því. Er einhver sérstök ástæða til þess núna, umfram það að þeir sem kjósa að kalla sig vantrúaða geta ekki unnt öðrum trúar eða að hljóta þann grunn sem ef til vill leiðir til trúar?

Skeggi er sennilega úr sögunni. Hann hefur ekki enn svarað spurningu minni um hvað það sé að vera sanntrúaður. En á því leikur mér nokkur forvitni.

Sigurður Hreiðar, 27.10.2010 kl. 16:40

42 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér nafni.

Menn verða sammála um hvað sé að vera sanntrúaður.

Líklega er best að hver trúi því sem hann vill

Sigurður Þórðarson, 28.10.2010 kl. 10:56

43 identicon

biblían er hin besta bók ef hún er lesin eins og bók segir Sigurður.  Gott og blessað nema hvað vandamálið er að þessi bók hefur alls ekki verið lesin sem slík.  Milljónir manna trúa því sem þar stendur sem heilögum sannleik.  Aðrir nota hluta þessarar bókar til að lítillækka eða mismuna öðrum hópum, hommum, konum, trúlausum, meðlimum annarra trúfélaga svo dæmi séu tekin.  Stríð hafa hafa verið háð út af þessari bók og óteljandi hafa misst líf sitt vegna þessarar bókar.  Þetta er því engin venjuleg bók.  Hún hefur haft lamandi áhrif á upplýsingu í aldanna rás.  Ég get því ekki með nokkru móti tekið undir að þessi bók sé "hin besta bók".  Dæmigert er fyrir menn eins og Jens Val að nota hana þegar það hentar honum sem hinn algera sannleik en svo stundar hann cherry-picking þegar hin besta bók fer út af sakramentinu ef svo er hægt að orða það.

Viðbrögð presta við afskaplega hógværri bón um að skólar eigi að vera veraldlegir sýnir svo ekki verður um villst að öfgarnar og heiftin er alveg jafn mikið til staðar nú eins og fyrr á tímum.  Það er ekki verið að banna trúboð,bara verið að biðja um að það stundað í kirkjum - ekki í skólum.  Svo er það til marks um hræsnina að enginn prestur þykist hafa stundað trúboð í skólum landsins - því er þá reiðin svo mikil fyrst ekkert slíkt starf er stundað hvort sem er?

Mín skoðun er skýr, ég tel trúarlegt starf hafi í gegnum aldirnar verið af hinu vonda, upphafið heimsku og vanþekkingu.  Ég tel siðgæði alls ekki komið frá kirkjunni né kirkjunnar mönnum.  Ég tel texta biblíunnar afskaplega vondann, heiftugann.  Ég vil frið frá þessu inn í skólum.  Það er ekki óeðlileg krafa.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 11:56

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í 1. lagi heiti ég Jón Valur. Ertu nokkuð með lesblindu, Þórður Áskell? Ef svo er, þá afsakar það þig að tvítaka rangnefnið. En passaðu þig þá á því að mislesa ekki Biblíuna.

Það er fráleitt að fullyrða það hér einhæft og fortakslaust, að Biblían hafi "haft lamandi áhrif á upplýsingu í aldanna rás." Þórður ætti að lesa góða bók, God's Grace in History eftir Charles Davis.

Sigurður Hreiðar mætti minnast spekirita Gamla testamentisins og sígildra verka eins og Davíðssálma, Orðskviða Salómons, Síraksbókar, Speki Salómons, Predikarans og Ljóðaljóðanna. Og sannarlega er þetta "engin venjuleg bók", heldur á hún gildan – sennilega gildasta – þátt allra bóka í að móta vestræna menningu, t.d. langt umfram bækur Shakespeare's og Goethes samanlagðar og kviður Hómers og grísku leikritin samanlögð.

Ég stunda ekki "cherry-picking", heldur er ég miklu lengur og betur upplýstur um Biblíurannsóknir og ritskýringarsögu en Þórður.

Heiftarleg eru skrif Þórðar hér í lokin. Menn – þ.m.t. foreldrar – eru almennt sammála um göfgandi áhrif Fjallræðu Jesú og annarra siðaboða hans. Sannarlega er mjög margt í siðferði þjóðarinnar gegnum aldirnar komið frá kristindómnum.

Og það er ekkert trúboð stundað í skólum, jafnvel ekki með heimsóknum Gídeonfélaga. Þeir eru líka farnir að senda foreldrum áður bréf með spurningu um það, hvort þeim sé það nokkuð á móti skapi, að börnum þeirra sé gefið Nýja testamenti. Örfáir segja nei, og þá er það virt, en margir segja já, og allmargir svara ekki.

Allt er þetta gert í sjálfboðavinnu. Gídeonfélagar eru ekki eins og útsendarar Samtakanna '78 og skyldra félaga, sem leggjast upp á ríki/borg og láta viðkomandi borga sér fyrir að heimsækja skólana og flytja þar m.a. áróður um MEINT heilnæmi samkynhneigðar, já, yfir börnum okkar gagnkynhneigðra, og við gagnkynhneigðir foreldrar (a.m.k. um 97,7% skattborgara), erum látnir borga!

Siggi minn, þetta er býsna líberal túlkun hjá þér á fundi og meintum kunningsskap Jesú og Satans. Og þeir hittust ekki fyrr en í lok 40 daga föstu Jesú (Mt.4.1–3).

Jón Valur Jensson, 28.10.2010 kl. 14:57

45 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Jón Valur: Sagði ég að biblían væri „venjuleg bók“? Ég sagði að hún væri bók og hana bæri að lesa sem slíka. Hvort þú vilt trúa öllu því sem á bók stendur, er þitt val. Hversu góð sem hún er. Þú vísar mér á nokkur spekirit Gamla testamentisins -- en hefur þú lesið Sigurdrífumál? Eða Hávamál? Væru þau til á jafn mörgum tungumálum og spekiritin sem þú vísar til mætti segja mér að þau væru ekki síður metin.

Samt veit ég ekki enn hvert er trúarinntak ásatrúar. Og enginn vill segja mér það. Ég er ekki sammála því að siðfræði og spakleg orð sé hægt að leggja að jöfnu við trú -- sem kemur að innan og tengist einhverju sem maður hefur sannfærst um, hvað sem empírískum vísindaaðferðum líður.

Sigurður Hreiðar, 29.10.2010 kl. 18:09

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, Sigurður, ég ég met mikils þessi fornu kvæði norrænna manna.

En þekkirðu theoríur eða tilgátur Hermanns Pálssonar um kristin áhrif á Völuspá o.fl. Eddukvæði?

Jón Valur Jensson, 30.10.2010 kl. 01:56

47 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Jón Valur:

Kofnúsíus (Kon-Fú-Tse) sagði: "Ekki gjöra öðrum það sem þér viljið ekki að aðrir gjöri yður."

Jesús Kristur á að hafa sagt: "Gjör öðrum það sem þér viljið að aðrir gjöri yður."

Hvort kom á undan, eggið eða hænan? Hvor þessara spámanna "hermdi" eftir hinum, hvor var eldri?

Með góðri kveðju,

Björn bóndi =:o)>

Sigurbjörn Friðriksson, 31.10.2010 kl. 16:35

48 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sælt veri fólkið, kenningin um að vel hafi farið á með Kristi og Satan er alls ekki mín smíð heldur hefur þessu verið haldið fram af mér biblíufróðari mönnum.

Nafni þú barst fram spurninguna um trúarlegt inntak "ásatrúar" og ég svaraði þér með einu orði, náttúran, og samt þrástagast þú á því að þú hafir aldrei fengið svar við spurningunni.  Ég get orðað það í lengra máli ef þú vilt. Heiðnin er náttúrutrú, maðurinn er ekki herra Jarðarinnar heldur hluti af náttúrunni. Goðin og jötnar standa fyrir náttúrukrafta og stýra þeim sbr Skírnismál og Völuspá.

Jón Valur, þessi kvæði standa vel fyrir sínu án tilgáta og theoría en Björn bóndi svarar þessu ágætlega. Hitt er annað mál að líklega hafa engin trúarbrögð sprottið fram án áhrifa frá öðrum og það hefur orðið kristni til góðs hve mikið hún hefur tekið úr heiðnum trúarbrögðum.

Sigurður Þórðarson, 31.10.2010 kl. 17:37

49 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei, Jón Valur, ég þekki ekki þær kenningar sem þú vísar til eftir Hermann Pálsson. Það er svo marg sem ég ekki þekki eða veit. Ég er samt ekki samála því að hægt sé að leggja að jöfnu siðfræði/spakleg orð og trú. Sem kemur innan frá og maður veit hver er án þess að geta fært fyrir henni önnur rök en sem koma þaðan. Skítt með bækur í því samhengi.

Sigurður Hreiðar, 31.10.2010 kl. 18:17

50 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jólasagan um brúðkaup Gerðar Gymnisdóttur og Freys Njarðarsonar þ.e. sátt milli vetrarríkis (jötnar) og sumars (Æsir) sáttmálann sem varðaði upphaf jólanna og árshringsins er lýsandi fyrir náttúruna og kraftana í guðlegum verum.  Skírnismálin skýra af hverju 9 nætur og 9 dagar eru heilög tala jólanna.  Jólin eru í senn ástar- og frjósemishátíð,  hátíð ljóssins, brúðkaupið sem innsiglar eilífa hringrás árstíðanna.

Sigurður Þórðarson, 31.10.2010 kl. 19:51

51 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður minn, kristni, í sínum átrúnaði, hefur ekki tekið frá öðrum trúarbrögðum en gyðingatrú og er raunar fullkomnun hennar. Jólatréð er bara ytra skraut, ekki partur trúarinnar.

Björn bóndi, þú átt að geta greint kærleiksboð kristninnar í hinni gullnu reglu Krists, en boðorð Konfúcíuss er í negatífu formi og ekki eins mótíverandi til góðra verka.

Sigurður Hreiðar, þakka þér svarið. En þú ert þarna með annað trúarhugtak en kristindómurinn hefur. Trú merkir þar eitthvað sem fremur á sér hliðstæðu í trú barnsins á orð móður sinnar. Kristna trúin kemur af boðuninni, hinu boðaða orði, á sér ekki uppruna innan úr brjóstinu á manni, jafnvel þótt maðurinn verði að melta sín utanaðkomandi áhrif og taki við þeim með bæði skynsemi sinni (huga) og vilja. Þetta eru í raun heillandi fræði, sem þarf að útlista betur. Kaþólskan er þarna mun rationellri en lútherskan.

Jón Valur Jensson, 1.11.2010 kl. 02:10

52 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þetta grunaði mig sosum, Jón Valur, að ég væri ekki það sem sumir vilja kalla sanntrúaður. Samt er mér vel við Guð og ágætlega við Krist þó ég vilji fyrir mig helst halda þeim aðskildum og beini bænum mínum aldrei til hins síðarnefnda. Ég hef oft álpast inn í kaþólskar messur í útlöndum og líkar það ágætlega, ekkert síður en þær lútersku hér, og finnst munurinn svo sem fremur bitamunur en fjár. -- Og ég skil ekki hvernig hægt er að boða eitthvað sem ekki býr hið innra með manni sjálfum, jafnvel þó hugmyndin um það sé í fyrstu aðfengin. -- Er ekki svo um flestar hugmyndir?

Sigurður Hreiðar, 1.11.2010 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband