Sjálfstæðismenn ekki sakhæfir?

Sjálfstæðismenn á þingi þykjast vera yfir sig hneykslaðir vegna þess að margir þingmenn vilja fara eftir stjórnarskránni sem sjálfstæðismenn voru fyrir nokkrum dögum að átta sig á að væri úrelt, í það minnsta öll ákvæði sem leitt gætu til sakfellingar nokkurs úr þeirra röðum.

Ofstækið er slíkt að þeir segja að öll endurreisn sé útilokuð verði stjórnarskránni framfylgt. Landsdómi er líkt við  pólitískar galdraofsóknir þó  11 af 16 dómurum þar hafi verið valdir fyrir það að vera sjálfstæðismenn. 


mbl.is Ískalt viðmót á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þingið taldi einn vera sakhæfann - Geir Hilmar Haarde - Eftir Landsdóm verður hann með sitt á hreinu gagnvart þjóðinni - hin ekki - Ingibjörg reyndi að koma því að að kæruefnin væru eins á þau þannig að eftir að Geir hefði verið sýknaður væru hin með sitt á hreinu líka -

ALLS EKKI - aðeins sakborningurinn - verður með sitt á hreinu -

og Sigurður - Geir er maðurinn - og Árni næstumþví -

Fyrrverandi ráðherrar SF töldust ekki sakhæfir - skv. félögum þeirra í SF

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.9.2010 kl. 10:57

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Ólafur, þetta er hálf broslegt.

 Það er mikið til í því sem þú segir enda er aumlegt og ótrúverðugt að standa í skjóli samflokksmanna svo ekki sé talað um ráðherra sem eru meira og minna samábyrgir. 

Sigurður Þórðarson, 30.9.2010 kl. 16:14

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hversu marga sýknudóma verður búið að kveða upp yfir geir haaaarde áður en Landsdómur kemst að til að sýkna hann að lögum?

Skyldi nokkur maður Íslandssögunnar hafa verið sýknaður jafn oft og umræddur maður?

Mikið er ég forsjóninni þakklátur fyrir að vera ekki eins saklaus og fyrrum forsætisráðherra margnefndur.

Er það ekki bara einhvern veginn vísbending um að annað hvort sé hann "abnorm" eða sekur?

Árni Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband